Úrval - 01.04.1965, Qupperneq 119
FJÓRIR GEGN ENGLANDSBANKA
117
bréf og erlendan gjaldeyri fyrir
þessa nýju seðla.
Allt hafði farið fram samkvæmt
áætlun, og George hélt aftur til
Birmingham þ. 24. janúar. í þetta
skipti jók hann tölu víxlanna, er
hann sendi Vesturútibúinu i Lund-
únum. Hann sendi því sem sagt
8 víxla, er voru að upphæð sam-
tals 9850 sterlingspund. Tveir
þeirra voru úr ódýrum, bláum
pappir, og var Rothschildbankinn
samþykkjandi þeirra. Og Vestur-
útibúið keypti þá alla alveg hik-
laust.
Fyrstu 5 dagana tókst Bandaríkja-
mönnunum að ná saintals 14.000
sterlingspundum, og Noyes varð að
biðja George að gera dálitið hlé
í nokkra daga, á meðan hann skipti
fénu úr einni mynt i aðra í öryggis-
skyni. Noyes var mjög kviðinn
vegna allra aðstæðna, því að nú
voru allar ferðatöskurnar hans
heima í nr. 5 við Charlottestræti
troðfullar af gullpeningum eða
bankaseðlum, og inn í rúmdýnuna
hafði hann jafnvel troðið handa-
rískum skuldabréfum, sem námu
samtals 5000 sterlingspundum. Til
þess að hrcinsa svolítið til, sendi
George Mac til Parísar með nokkur
þúsund sterlingspund, sem Austin
notaði svo þar til þess að kaupa
fleiri bandarísk skuldabréf fyrir.
George beið til 3. febrúar með að
senda næstu vixlasúpuna, sein nam
samtals 11.072 sterlingspundum.
Mac hafði upphaflega falsað 24
víxla, og nú voru aðeins 2 þeirra
eftir óseldir. Þvi varð Mac nú að
taka til óspilltra málanna að nýju.
Hann varð sifellt að flytja úr einum
stað í annann til þess að koma í
veg fyrir, að hægt væri að rekja
slóð hans. Loks leigði George 2
herbergi fyrir hana á jarðhæð i
húsi nr. 17 við St. James’s Place.
Þetta var lítið einkagistihús, sem
rekið var af ungfrú Agnes Belindu
Green. Þar húkti Mac yfir bleki
sínu, nótum og pappír tímunum
saman. Hann hafði útbúið sér þar
ófullkomna vinnustofu. Hann lét
loga á gasljósunum og kertunum
að auki til þess að auka birtuna,
og hann hafði ætið gluggatjöldin
niðurdregin, ef skc kynni, að ein-
hverjir vegfarendur úti á gang-
stéttinni gerðust heldur forvitnir.
Eftir að þriðja bréfið hafði verið
scnt frá Birmingliam, hafði áætlun
þeirra þegar gefið af sér um 25.000
sterlingspund (en með núverandi
kaupmætti jafngildir það um 750.
000 dollurum). Nú skaut óvænt
vandamál upp kollinum. Austin
skrifaði George frá París og skýrði
honum blákalt frá því, að hann
ætiaði að fara að gifta sig. Hann
Iiafði hitt 18 ára gamla fegurðar-
dis af góðum ættum í boði í Lund-
únum fyrir nokkrum mánuðum og
orðið ástfanginn af henni. Hún hét
Jane Devereux. En George hafði
bannað honum að giftast, ef ske
kynni, að slíkt yrði til þess að
stofna fyrirætluninni allri í hættu.
Nú fannst Austin þetta allt saman
ganga svo prýðilega, að hann á-
leit, að George myndi nú verða
eftirgefanlegri, enda reyndist það
svo.
Þ. 7. febrúar skruppu þeir Ge-
orge og Mac með lest suður til
Dover og fóru með ferjunni yfir til