Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 11
SJÓ VEITT Á EYÐIMÖRKINA
9
er ódýrasti málmurinn, þegar frá
er dregið stál, zink og blý.
Með hjálp rafmagns væri einnig
hægt að framleiða klór, en það er
mjög mikil eftirspurn eftir því hrá-
efni sem einu helzta undirstöðu-
efni í iðnaði.
Og væri reist þar ammoníakverk-
smiðja, væri hægt að vinna köfnun-
areíni úr andrúmsloftinu með hjálp
rafmagns og jarðgass og framleiða
þannig köfnunarefnisáburð á 1 cent
pundið.
Jafnframt því yrði þá framleidd-
ur kolefnistvísýrlingur, sem notað-
ur er til framleiðslu þurrís og til
þess að framkalla ólgu í gosdrykkj-
um. Yrði reist þar þurrísverksmiðja,
mundu um leið skapast möguleikar
til þess að frysta nýjan fisk, sem
veiðist í flóanum, í stað þess að
sjóða hann niður.
Aðrar iðngreinar kæmu einnig til
greina í tengslum við eimingarverk-
smiðjuna, t.d. olíuhreisunarstöð. Úr
olíunni yrði svo unnið bensín, jarð-
gas, propane og butane. Og þau efni
mætti svo nota til þess að framleiða
asfalt til vegalagningar, fljótandi
olíugas (LPG), sem notað er til
framleiðslu gervigúms, polyvinyl-
klóríðs, polyethylene og polystyr-
eneplastefna.
Og með hinni ódýru raforku, sem
eimingarstöðin mundi framleiða,
sköpuðust jafnframt möguleikar til
að vinna ál úr bauxiti, sem flutt
yrði þangað með málmflutninga-
skipum. Hin ódýra raforka gæti
einnig gert það kleift að framleiða
sement í stórum stíl, en not þess
eru margvísleg.
Og framleiðsla þessara efna gæti
svo leitt til þess, að upp risu enn
aðrar verksmiðjur, sem nota ýmis
þessi hráefni. Má þar nefna verk-
smiðjur til framleiðslu trjákvoðu
og pappírs, trefjaefna og vefnaðar-
vöru, alls konar málmefna, sem ekki
eru járnkynjuð, keramik og glers,
málningar og jafnvel lyfja.
Hin nýupprunna kjarnorkuöld,
sem menn hafa bæði blessað og
bölvað, færir okkur þrátt fyrir allt
upp í hendurnar lausnina á einu al-
varlegasta vandamáli, sem mann-
kynið þarf nú að horfast í augu við,
en það er hinn vaxandi vatnsskort-
ur. Höfin hafa að geyma ótakmark-
að magn vatns, sem bíður bara eftir
töfrasprota kjarnorkunnar.
Hetju gegn vilja sínum........ ..................................
Maðurinn minn var aiveg dásamlegur, meðan ég var að jafna mig
eftir meiri háttar uppskurð. Hann þaut heim af skrifstofunni um há-
degið og á kvöldin tif Þess að elda mat, þvo upp og hugsa um mig á
allan hátt, og um helgar .tó.k hann á sig mörg önnur húsverk.
Svona gekk þetta í nokkrar vikur, en þegar við vorum eitt sinn að
setjast að kvöldverðarborðinu, kastaði hann sér dauðþreyttur I stól-
inn, stundi þungan og sagði: „Næst Þegar við förum í mömmuleik,
vil ég ekki verða mamman”.
M.A.