Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 13

Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 13
VERÐMÆTAR EIGINHANDARÁRITANIR 11 Dickens, á 1 sterlingspund árið 1903, Nú er það 60 sterlingspunda virði. Bréf skrifað af Samuel Johnson var selt á 3 sterlingspund árið 1912, en nú er það verðlagt á 350 sterl- ingspund. Er þar um að ræða meira en hundraðfalda hækkun á 56 ár- um. Eftirspurn safnara og fræði- manna eftir slíkum sendibréfum, handritum og fleirum slíkum gögn- um er orðin svo gífurleg, að nú hefur uppboðsfyrirtækið Sotheby's slíkt, sérstakt uppboð í mánuði hverjum í uppboðssölum sínum í New Bond Street. í maí í fyrra borgaði safnari einn frá Bandaríkj- unum 17.000 sterlingspund fyrir eig- inhandarhandrit Samuels Taylors Coleridge að ljóðunum, sem hann skrifaði árið 1796, sem hann hafði skrifað afrit af fyrir útgefanda sinn. Árið áður borgaði bandarískur forn- bóksali 90.000 sterlingspund fyrir handrit Caxtons að „Metamorphos- es“ Ovids frá 1480, og var það al- gert met. Hvað er það, sem gefur slíkum gögnum, sem skrifuð eru eigin hendi, svo mikið verðmæti? Bréf eitt, sem er skrifað á velkta og upp- litaða pappírsörk og allir geta nú lesið í British Museum, útskýrir að nokkru þá töfra, sem slík gögn, skrifuð eigin hendi, hafa fyrir safn- ara. Þetta bréf er skrifað af Nelson lávarði, en hann skrifaði svo um borð í herskipinu ,,Victory“ árið 1805: „Mín ástkæra elskaða Emma, ást- vina hjarta míns, merki hefur ver- ið gefið um það, að sameinaður floti óvinarins sé að leggja úr höfn. Við höfum mjög lítinn byr, svo að ég hef enga von um að koma auga á skipin fyrr en á morgun. Megi Orr- ustuguðinn ljá viðleitni minni vel- gengni. Að minnsta kosti mun ég gæta þess, að nafn mitt muni ætíð verða þér og Horatiu kært, en ykk- ur elska ég báðar eins heitt og mitt eigið líf. Og líkt og síðustu skrif mín á undan orrustunni munu verða til þín, þannig vona ég til Guðs, að mér auðnist að mega ljúka bréfi mínu að orrustunni liðinni. Megi himinninn blessa þig. Þess biður þinn Nelson. . . .“ Tveim dögum síðar var Nelson særður banasári við Trafalgar. Eft- ir orrustuna afhenti Hardy höfuðs- maður lafði Hamilton bréfið. Er maður les nú þetta bréf, sem er skrifað með stórgerðri skrift vinstri handar, sem Nelson tileinkaði sér, eftir að hann missti hægri höndina, þá er sem maður verði persónuleg- ur þátttakandi í sjálfri mannkyns- sögunni. Og þessi tilfinning magn- ast, er maður les harmþrungna at- hugasemd þá, sem lafði Hamilton hefur skrifað neðst á síðuna: „Ó, vesæla, auma Emma, ó, dýrðlegi og hamingjusami Nelson." Lafði Ham- ilton gaf þetta bréf síðan vini sín- um, og það var svo selt British Museum árið 1953 fyrir 23 sterl- ingspund, sem væri nú hreint gjaf- verð. Löngunin til þess að eiga slíkt plagg, skrifað með eigin rithönd einhverrar frægrar persónu, sem nú er löngu liðin, er ekki ný af nál- inni meðal manna, heldur má rekja hana allt aftur til fornaldarinnar,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.