Úrval - 01.07.1968, Page 14
12
ÚRVAL
Á 3. öld fyrir Krists burð neitaði
Ptolemy III. hinni hungruðu grísku
þjóð um hveiti, þangað til þeir lán-
uðu honum frumhandrit verka
þeirra Aeschylusar, Sophoclesar og
Euripidesar. Svo lét hann taka af-
rit af þeim, sendi Grikkjum síðan
afritin . . . en hélt sjálfur frum-
ritunum.
Hvernig geta menn verið vissir
um, að slík plögg séu hin uppruna-
legu frumrit en ekki afrit . . . með
öðrum orðum, að það sé ekki um
fölsun að ræða? Um þetta vanda-
mál viðhefur Peter Croft eftirfar-
andi orð: „Eina tryggingin fyrir
því, að kaupa ekki köttinn í sekkn-
um, er að hafa góða þekkingu á
rithönd höfundarins. Flestar falsan-
ir má greina af þvi, hversu þving-
aðir, hikandi og óöruggir penna-
drættirnir virðast vera. Annað gott
sönnunargagn er innihald hins fals-
aða bréfs. Slíkt bréf er annaðhvort
óskaplega lítilfjörlegt eða innihald
þess óljóst og óákveðið eða falsar-
inn gengur of langt í fölsunartil-
raun sinni, svo að úr verður óaf-
vitandi skopstæling á stíl höfundar
þess, sem stældur er.“
Það er mjög sjaldgæft, að slíkir
dýrgripir sem handritið að Ijóða-
safni Herricks finnist, en þó rekast
menn öðru hverju alveg óvænt á
ýmis verðmæt plögg, sem rituð eru
af höfundunum sjálfum. Englend-
ingur einn, sem heimsótti borgina
Boulogne í Norður-Frakklandi á
siðustu öld, leit eitt sinn lauslega
á pappír, sem vafið hafði verið ut-
an um fiskinn, sem hann keypti þar
í fiskbúð. Og hann sá, að þar var
um að ræða handskrifað' bréf, sem
var undirritað „James Boswell".
Hann þaut af stað til fisksalans og
kom þangað nægilega fljótt til þess
að bjarga frá glötun heilmörgum
bréfum, sem þessi frægi ævisagna-
ritari hafði sent vini sínum öðru
hverju á 40 ára tímabili.
Árið 1885 fundust bréf, sem þrír
konungar Englands höfðu skrifað
Henry Vernon af Haddon. Þar var
um að ræða þá Játvarð IV., Rík-
harð III, og Henry VII. Þau voru
vandlega samanbrotin og leyndust
innan um ýmis plögg á hesthús-
lofti í Belvoirkastala í Leicester-
shire, en plöggin, sem þau fundust
innan um, báru þess glöggt vitni,
að þau höfðu verið nöguð af rott-
um.
Elztu eiginhandarplögg konung-
borins fólks í Englandi eru frá dög-
um Játvarðs III., en hann er elzti
enski konungurinn, sem hefur lát-
ið eftir sig plögg skrifuð eigin
hendi, enda eru þau mjög eftirsótt
af söfnurum. Eiginhandarplögg, rit-
uð af Elísabetu I., eru nú að verða
sjaldgæf, en þó er ekki útilokað
að krækja sér í slík. Eitt var nýlega
selt fyrir 235 sterlingspund.
KONUNGLEGAR BREFA-
SKRIFTIR
Skjal, undirskrifað af Karli kon-
ungi I., er hægt að kaupa á 20 sterl-
ingspund, og ósköp venjulegt bréf,
skrifað af Georgi konungi IV., kost-
ar um 30 sterlingspund. En um 150
sterlingspund yrðu örugglega greidd
fyrir eitt af innilegu bréfunum
hans Georges IV., eins og t. d. bréf-
ið til frú Fitzherbert, þar sem hann
grátbiður hana með svofelldum