Úrval - 01.07.1968, Side 23

Úrval - 01.07.1968, Side 23
LE NOTRE — GARÐYRKJUMAÐUR . . 21 tvo feiknaháa vatnsveitustokka, tvisvar sinnum hærri en turna Notre-Dame-kirkjunnar. Rústir þeirra má sjá enn í dag við Main- tenon, 34 mílum fyrir vestan Ver- sailles. Það verk komst raunar aldrei lengra. Ýmsir sjúkdómar herjuðu á verkamennina, þegar út í mýrlendið kom og þúsundir þeirra létust. Svo þurfti að senda suma til vígstöðva og að lokum neyddist Lúðvík konungur til að hætta þess- um vatnsveituframkvæmdum. Margir þjóðhöfðingjar Vestur- Evrópu litu öfundaraugum til Ver- sailles-hallar. Le Notre fékk góð til- boð frá Hollandi, Belgíu, Svíþjóð, Prússlandi, Ungverjalandi og fleiri löndum, en hann fór hvergi. Þá leit- uðu valdamenn þessara landa til systkinasona hans og annarra nem- enda. Pétur mikli Rússakeisari gleymdi aldrei þessum stað, eftir að hann hafði eitt sinn dvalið þar. En þegar hann var tilbúinn að reisa hina nýju höfuðborg sína, þá var Le Notre andaður. Það féll í hlut Alexanders Le Blonds, nemanda hans að skipuleggja verulegan hluta af St. Pétursborg, sem nú heitir Leningrad. Hann skipulagði einnig hina konunglegu skemmtigarða við Peterhof, sem stundum er nefnd Versailles — Við hafið. Parísarborg á einnig Le Notre mikið að þakka, því hann skipu- lagði miðkjarna hennar, svæðið frá Tuilerier-görðum að Sigurboganum, en það er eitthvert fegursta sjónar- svið, sem til er í nokkurri borg. Árið 1666 flutti Lúðvík 14. aðset- ur sitt til Versailles og dvaldi aldr- ei langdvölum frá þeim stað eftir það, Le Notre stóð einnig alltaf við hlið hans, ef svo má að orði kom- ast. Eiginkonur og ástmeyjar Lúð- víks 14. komu og fóru, en garð- yrkjumeistarinn hélt alltaf stöðu sinni — og skipulagði skemmtigarða fyrir sérhverja þá dömu, sem mestr- ar náðar naut. Hann gerði hinn æv- intýralega Clagnygarð handa Ma- dame de Montespan; hann skipu- lagði hallargarðana með virkis- gröfunum kringum Maintenon. Og sagt er að hann hafi verið 20 ár að skipuleggja skemmtigarðinn við Chantilly, 250 ekrur að stærð. Sá garður hreif Evrópubúa nærri því eins mikið og Versailles-garðarnir á sínum tíma. „Enginn staður á jörðu jafnast á við Chantilly-garð- inn,“ skrifaði Madame de La Fay- ette til Madame de Sévigné, sem nokkru áður hafði skrifað: „Ég mætti á leið minni heilum skógi í fullu laufskrúði, sem verið var að flytja á uxavögnum til Versailles.“ í öllum eftirtöldum borgum eru fagrir garðar, sem Le Notre skipu- lagði: Bourges, Dampierre, Cour- ances, St.-Cloud. Að síðustu baðst garðyrkjumað- urinn þess, að mega njóta hvíldar og næðis. Konungur veitti sam- þykki sitt og gaf honum í heiðurs- og þakklætisskyni ríkmannlega íbúð í Versailles. En Le Notre kaus heldur að búa í litla húsinu sínu í Tuilerier-görðunum skammt frá Louvre og þar bjó hann það, sem eftir var ævinnar ásamt eiginkonu sinni og frændum, lárviðartrjám og ávaxtarunnum. Hann lézt árið 1700, og var þá 87 ára að aldri. Hann lét eftir sig dánargjöf, sem enginn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.