Úrval - 01.07.1968, Side 26

Úrval - 01.07.1968, Side 26
24 ÚRVAL óþægilega, kvíðavekjandi og tauga- slítandi á mig og það er smáorðið, eða öllu heldur orðasambandið Nú- jæja. Skulu nú tilgreindar nokkrar ástæður fyrir því, að svona hefur farið, og því meir, sem árin líða. í bernsku átti ég heima í sveit og vandist þar ýmsum störfum, var notaður til sendiferða og alls kyns snúninga, en á bænum var allstórt tún og nokkur ásókn gripa í það, einkum voru nokkrar túnrollur, sem stukku yfir eða smugu allar girð- ingar og stór og stæðilegur klár- hestur á næsta bæ, sem sentist yfir, hvar sem hann kom að girðingun- um. Mitt hlutskipti varð æði oft að stugga þeim frá, einkum á vorin frá því, að sauðburði lauk og fram undir sláttinn, Það brást aldrei á þeim árum, að ef ég heyrði for- eldra mína eða karldurg einn, sem líka átti heima á bænum, byrja mál sitt á þessum orðum: Nú-jæja, þarna kemur —---------, varð ég að hendast af stað og fjarlægja eitt- hvert þessara óartarkvikinda. Ég var svo lánsamur að hafa ágæta kennara í skóla. Einkum hafði ég góða íslenzkukennara og bar þó einn þeirra af að skarp- skyggni. Hann var a. m. k. afburða- snar að koma auga á það, ef villur fundust í stílunum okkar. Það kom nokkrum sinnum fyrir, þegar ég var nýbúinn að fá honum verk- efnabókina, að hann sagði: „nú— jæja“ með alveg sérstakri áherzlu og þá vissi ég og við öll, að ég hafði gleymt að setja kommu, ypsi- lon. eða tvöfalt n í endingu karl- kynsorða. Kannske hafði ég líka sett þetta allt á allra versta stað; sem sagt þar, sem ekkert téðra atriða átti heima samkvæmt ritúal- inu. Svo er það minn elskulegi vinur, hann Þorsteinn tannlæknir. Að því kom býsnafljótt, að gerilsneydda mjólkin í mjólkurbúðunum í Reykjavík reyndist ekki veita tönn- um mínum næga endingu til starfa. í þær komu þessi óþægindi, sem hvetja mann til að hraða för sinni til Steina. Hann tekur alltaf ljúf- mannlega — og hressilega á móti manni, enda nógu skynsamur og hygginn til að reyna að dreifa áhyggjum viðskiptavinanna með gætilegum aðförum, frjálslegu við- móti og jafnvel snilldarvel sögðum (auðvitað lognum) sprettiræðum. En í gær var hann nokkuð lengi að skoða einn jaxlinn að innan verðu og sagði síðan lágt og eins og við sjálfan sig: ,,Nú-jæja“. Síð- an blístraði hann lágt og eins og annars hugar framan í mig. Mér rann þegar í stað kalt vatn. milli skinns og hörunds. Hafði maður- inn steingleymt öllum mannasiðum, eða þurfti að taka tannarskömm- ina. Ef svo var, því í ósköpunum þurfti mannskr..... að láta það í Ijósi á þennan hátt? Ég sat eins og dæmdur í stólnum og herti mig upp í að bíða þess, er verða vildi. Svo sagði hann: „Hvað viltu, að ég geri?“ Ég var rétt að því kominn að segja: „Farðu til fj.....en sagði þó: „Náðu í töngina og rífðu kvölina út.“ „Nú-jæja þá“, sagði hann hlýlega, greip tannarífinn, handlék hann nærri því ástúðlega og lauk verkinu. Á leiðinni út hét
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.