Úrval - 01.07.1968, Page 26
24
ÚRVAL
óþægilega, kvíðavekjandi og tauga-
slítandi á mig og það er smáorðið,
eða öllu heldur orðasambandið Nú-
jæja. Skulu nú tilgreindar nokkrar
ástæður fyrir því, að svona hefur
farið, og því meir, sem árin líða.
í bernsku átti ég heima í sveit og
vandist þar ýmsum störfum, var
notaður til sendiferða og alls kyns
snúninga, en á bænum var allstórt
tún og nokkur ásókn gripa í það,
einkum voru nokkrar túnrollur, sem
stukku yfir eða smugu allar girð-
ingar og stór og stæðilegur klár-
hestur á næsta bæ, sem sentist yfir,
hvar sem hann kom að girðingun-
um. Mitt hlutskipti varð æði oft að
stugga þeim frá, einkum á vorin
frá því, að sauðburði lauk og fram
undir sláttinn, Það brást aldrei á
þeim árum, að ef ég heyrði for-
eldra mína eða karldurg einn, sem
líka átti heima á bænum, byrja mál
sitt á þessum orðum: Nú-jæja,
þarna kemur —---------, varð ég að
hendast af stað og fjarlægja eitt-
hvert þessara óartarkvikinda.
Ég var svo lánsamur að hafa
ágæta kennara í skóla. Einkum
hafði ég góða íslenzkukennara og
bar þó einn þeirra af að skarp-
skyggni. Hann var a. m. k. afburða-
snar að koma auga á það, ef villur
fundust í stílunum okkar. Það kom
nokkrum sinnum fyrir, þegar ég
var nýbúinn að fá honum verk-
efnabókina, að hann sagði: „nú—
jæja“ með alveg sérstakri áherzlu
og þá vissi ég og við öll, að ég
hafði gleymt að setja kommu, ypsi-
lon. eða tvöfalt n í endingu karl-
kynsorða. Kannske hafði ég líka
sett þetta allt á allra versta stað;
sem sagt þar, sem ekkert téðra
atriða átti heima samkvæmt ritúal-
inu.
Svo er það minn elskulegi vinur,
hann Þorsteinn tannlæknir. Að því
kom býsnafljótt, að gerilsneydda
mjólkin í mjólkurbúðunum í
Reykjavík reyndist ekki veita tönn-
um mínum næga endingu til starfa.
í þær komu þessi óþægindi, sem
hvetja mann til að hraða för sinni
til Steina. Hann tekur alltaf ljúf-
mannlega — og hressilega á móti
manni, enda nógu skynsamur og
hygginn til að reyna að dreifa
áhyggjum viðskiptavinanna með
gætilegum aðförum, frjálslegu við-
móti og jafnvel snilldarvel sögðum
(auðvitað lognum) sprettiræðum.
En í gær var hann nokkuð lengi
að skoða einn jaxlinn að innan
verðu og sagði síðan lágt og eins
og við sjálfan sig: ,,Nú-jæja“. Síð-
an blístraði hann lágt og eins og
annars hugar framan í mig. Mér
rann þegar í stað kalt vatn. milli
skinns og hörunds. Hafði maður-
inn steingleymt öllum mannasiðum,
eða þurfti að taka tannarskömm-
ina. Ef svo var, því í ósköpunum
þurfti mannskr..... að láta það í
Ijósi á þennan hátt? Ég sat eins
og dæmdur í stólnum og herti mig
upp í að bíða þess, er verða vildi.
Svo sagði hann: „Hvað viltu, að ég
geri?“ Ég var rétt að því kominn
að segja: „Farðu til fj.....en
sagði þó: „Náðu í töngina og rífðu
kvölina út.“ „Nú-jæja þá“, sagði
hann hlýlega, greip tannarífinn,
handlék hann nærri því ástúðlega
og lauk verkinu. Á leiðinni út hét