Úrval - 01.07.1968, Side 31

Úrval - 01.07.1968, Side 31
HINN FURÐULEGI „POKAÚLFUR“ 29 mann. Það var árið 1900, en þá beit pokaúlfur í hægri handlegg ungfrú Murray, þar sem hún var að þvo þvott í á einni á Tasmaníu. Víg- tennur úlfsins náðu samt ekki í gegnum þykkan vetrarklæðnað hennar. Hún steig óþyrmilega ofan á rófu úlfsins, um leið og hún teygði sig eftir illgresisklórunni sinni. En þá tók hann til fótanna. Úlfur þessi var aðeins með eitt auga. Ungfrú Mur- ray gerði því ráð fyrir, að hann hefði orðið að þola sult og seiru um vet- urinn, þar eð hann hefði líklega átt erfitt með að finna sér æti. Hún hélt, að þessi hálfblinda skepna hefði álitið, að handleggur hennar væri eitthvert lítið skógardýr, og það væri eingöngu þess vegna, að hann hefði ráðizt á hana. Fuglafræðingurinn John Gould heimsótti Tasmaníu fyrir rúmri öld, og sá hann þá þegar fram á, að pokaúlfurinn mundi deyja út. Hann spáði því, að úlfum þessum mundi fækka ört, eftir því sem hið tiltölu- lega litla svæði, sem þeir lifðu á, yrði þéttbýlla og fleiri vegir yrðu lagðir um skógana. Og hann spáði því einnig, að það mundi fara eins fyrir þeim og úlfunum í Englandi og Skotlandi, þ. e. þeir mundu deyja út fyrr eða síðar. Það eru enn til úlfar víðs vegar í heiminum. En pokaúifarnir hafa hvergi fundizt nema á Tasmaníu, sem er enn strjál- býl. Eyja þessi er svipuð á stærð og írland og hefur enn aðeins ub 300 þúsund íbúa, en þar af búa um 100 þúsund manns í höfuðborg eyjarinn- ar, Hobart. Það eru til 10 pokaúlfar í dýra- garðinum í Hobart, er honum var lokað árið 1940. Stjórnendur dýra- garðsins höfðu stundum skipti við aðra dýragarða á pokaúlfunum og öðrum dýrum, sem þeir öfluðu sér í þeirra stað. Það voru til 4 pokaúlf- ar í dýragörðum New Yorkborgar á árunum 1908 til 1919. Stjórnendur dýragarðsins í Hobart álitu, að það yrði aldrei neinn skortur á úlfum þessum. En þó fór svo að lokum, að þeir áttu aðeins eftir einn haltan úlf, sem dó sem fangi. Og enginn pokaúlfur hefur náðst síðan árið 1933. Það hefur enginn pokaúlfur sézt síðan þá. Það getur verið, að það séu enn til nokkrir pokaúlfar á afskekktum svæðum á eyjunni, en líkurnar fyr- ir því, að dýrategund þessi haldi velli, eru mjög litlar. Svæðin, sem hugsanlegt er, að þeir finnist á, eru mjög óheppileg fyrir þá, og þar er lítið um æti handa þeim. Það er augsýnilegt af hinum rönd- ótta feldi þeirra, að pokaúifarnir bjuggu ekki upphaflega í skógum, heldur á opnum svæðum. Bændur, er stunda sauðfárrækt og akur- yrkju, hafa smám saman stuggað þei'n burt ú” þ?irra rét'u heim- kynnum og rekið þá upp í fjöllin og inn í skógana. Þeir munu ekki lifa þetta af, jafnvel þótt enginn skerði framar hár á höfði þeirra. Einu raunhæfu aðgerðirnar til þess að reyna að bjarga þeim frá út- rýmingu væru í því fólgnar að friða opið, skóglaust landssvæði handa þeim og sleppa þar iausum hjörðum veiðidýra. En það iítur ekki út fyrir, að nokkur vilji leggja í slíkan kostnað til þess að bjarga illa þokkuðu rándýri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.