Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 36
34
URVAL
Nokkrar tilraunir, flestar af
handahófi, voru gerðar til upp-
graftar. Árið 1765 beindist athygli
manna að Pompeii, þar sem menn
höfðu fundið ýmislegt, sem kitlaði
ímyndunaraflið. Það var síðan ekki
fyrr en 1927, þegar ítalska stjórnin
ákvað, að hefja skipulegan upp-
gröft, að byrjað var á að grafa
Herculaneum fram í dagsljósið.
Til þess að vinna bug á þeim erf-
iðleikum, sem þarna var við að
íþróttasvce&iö.
glíma, dugðu ekki gamaldags verk-
færi, eins og skóflan eða hakinn.
Þau unnu ekki á hinum harða jarð-
vegi. Þarna þurfti öflugar rafmagns-
sagir, jarðýtur, og síðan jafnfíngerð
verkfæri og hallamæla og þrí-
strenda áttavita til að miða með.
Zinkplötur og upplausnarefni til að
skýra upp gamla mynt. Á mörg'um
sviðum var nú úr sögunni hinn
handahófslegi uppgröftur og nú
störfuðu ekki aðrir að þessu en
færustu sérfræðingar og vanir menn
í uppgrefti. Formaður þessarar
starfsemi, var Amedeo Maiuri og
hann var þeirrar skoðunar, eins og
nútíma fornleifafræðingar yfirleitt,
að sá hlutur, sem grafinn er upp,
eigi að liggja, ef mögulegt er á sín-
um stað. Þó að þetta sé meginstefn-
an eru þeir til, sem telja að mun-
ina eigi að taka og flytja á safn,
þar geymist þeir bezt. Borgari í
Herculaneum ætti helzt að geta
gengið inn í hús sitt, eins og hann
yfirgaf það, segir Maiuri. I sam-
ræmi við þetta hafa freskomálverk
verið látin vera á sínum stað, stytt-
ur í görðum, húsgögn í húsum,
korn í kerum. í hallargörðum að-
alsmannanna, þaðan sem útsýni var
útyfir sjóinn hafa fundizt innlend-
ar garðplöntur tuttugu alda gaml-
ar. Götur eru malarbornar og vatn
látin renna í marmarakerin.
Það má heita kaldhæðni örlag-
anna, að Herculaneum er minna
skernmd af völdum leðjunnar en
uppgraftarmannanna. Leðjan hafði
unnið margvíslegt gagn við vernd-
un minja. Þó að viðurinn væri orð-
inn kolbrunninn, var hann ekki
eyðilagður. Þannig voru vængja-