Úrval - 01.07.1968, Síða 42
40
British Aircraft fór að minnsta kosti
fimmtíu sinnum fram og aftur milli
Bretlands og Frakklands síðastliðið
ár. ,,Ég starfaði lengur með Jean de
Lagarde hjá Sud Aviation en mínum
eigin samstarfsmönnum í Englandi,"
segir hann. Einn forstjóranna, sem
fer reglulega á milli Bristol og Tou-
louse og til baka aftur á einum degi,
en það eru 1200 mílur, finnst ferðin
ekki líkt því eins þreytandi eins og
að aka frá Bristol til London.
Báðir aðilar hafa orðið að gera þó
nokkrar tilslakanir á kröfum sínum
varðandi ýmsan tæknilegan útbún-
að, þar sem þeir hafa ekki alltaf
litið sömu augum á, hvernig hann
ætti að vera. Eitt sinn kom upp
ágreiningur varðandi hnoðin í flug-
vélarbúknum. Bretar vildu, að þau
yrðu rekinn 3/1000 úr þumlungi inn
í álþynnurnar, en Frakkar 4/1000.
„Það hefur alls engin áhrif á öryggi
eða þol vélarinnar,“ sögðu þeir,“ en
sparar okkur 625 pund á hverri vél.“
,,Ágætt,“ sögðu Bretar, „þetta er al-
veg rétt.“ Og þar með var málið
leyst.
Báðar þjóðirnar hafa jöfn völd á
öllum sviðum varðandi flugvéla-
smíðina, og taka í sameiningu
ákvarðanir um smæstu og stærstu
atriði, þó iðulega eftir miklar um-
ræður. Eitt sinn varð að halda tvo
fundi til að komast að samkomulagi
um stærð bréfahauss fyrir Concorde
þotuna. Þegar þurfti að ná sam-
komulagi um samræmingu á viss-
um bókhaldsatriðum, var nefnd, sem
kosin var til að ráða fram úr þeim
vanda, hálft ár að komast að sam-
komulagi. Og samkomulagið var á
ÚRVAL
þá leið, að reynt skyldi að brúa bil
beggja.
„Með því að taka tillit til tveggja
ólíkra viðhorfa og reyna að sam-
ræma þau til lausnar ýmissa vanda-
mála, verður oft til þriðja og bezta
lausnin,“ segir Dr. W. J. Strang hjá
BAC í Bristol. „Hér er um að ræða
hið ævagamla lögmál kröfu og til-
litssemi."
Niðurstöður allra tilrauna eru
skráðar í metrum og kílóum fyrir
Frakka, en pundum og þumlungum
fyrir Breta. Sérstakir rafreiknar sjá
um að skrá niðurstöðurnar á mæli-
einingamáli hvorrar þjóðarinnar um
sig,
Og náin samskipti starfsmanna,
sem af ólíku bergi eru brotnir, ganga
ljómandi vel. „í raun og veru ríkja
engin landamæri innan vébanda
tungumáls tæknifræðinnar", segir
Leslie Daniels, forstöðumaður BAC
í Toulouse. „Þegar einn verkfræð-
ingur talar við annan verkfræðing,
gilda sömu mælieiningarnar hvar
sem ef. Og enga túlka þarf til að
þýða niðurstöður rafreiknanna“.
Á öllum mikilvægum ráðstefnum
eru túlkar viðstaddir. Notkun beggja
tungumálanna hefur vissa kosti,
segja verkfræðingar. Framkvæmda-
stjóri hjá brezku Siddeley verk-
smiðjunum segir: „Þegar við bíðum
eftir hinni opinberu þýðingu, gefst
okkur tóm til að íhug'a svör okkar
nánar. Þess vegna eru svörin yfir-
veguð og misskilnings gætir örsjald-
an. Engin tími er til að fara að
þvæla um smáatriði eins og oft á
sér stað á ráðstefnum, þar sem að-
eins eitt tungumál er ríkjandi.
„Sökum tafarinnar, sem verður