Úrval - 01.07.1968, Síða 47

Úrval - 01.07.1968, Síða 47
BÖRNIN LÆRA MARGT í LEIK 45 arnar eru klunnalegar, og þegar myndirnar hafa verið litaðar, klippt- ar út og límdar á stóra töflu, þá lítur þetta kannske út eins og ab- strakt-listaverk. Börnin eru líka að útbúa auglýsingaspjald, þar sem bekkjarsystkinum þeirra er til- kynnt, að á morgun ætli þau að halda hljómleika. í nokkrar undan- farandi vikur hafa þau verið að horfa á, snerta og leika sér að hljóð- færum, sem kennari þeirra hefur komið með handa þeim. Þetta eru börnin, sem vildu leika á hljóðfær- in, og þau eru alveg viss um, hvaða hljóðfæri á að blása í, hver á að lemja og í hverjum heyrist „pling- pling". Þau eru í hrókasamræðum, með- an þau eru að undirbúa auglýsinga- herferðina. Penny segir: „Heima hjá mér hef ég fimmtíu hundruð leikföng.“ Jennifer svarar með vanþóknun í röddinni: „Nei, það hefurðu ekki, þú ert bara að búa þetta til.“ Peter segir: „Hættið að öskra eða ég lem ykkur báðar.“ Svo lítur hann varfærnislega út undan sér til þess að gá að því, hvort nokkur kenn- ari hafi heyrt til hans. Svo brosir hann vandræðalega og segir: „Ég skal lofa ykkur að koma heim. Ég á nýja skauta. Pabbi minn býr ekki heima hjá mér lengur, en hann seg- ir, að hann ætli að fara með mig á skauta í garðinum.“ Tveir drengir liggja á gólfinu og stara upp í loftið. Þeir eru nýbúnir að búa til eldflaug úr kubbum. Þeir þykjast vera geimfarar, sem eru í þann veginn að þjóta upp í geim- inn. Þrjár eða fjórar litlar stúlkur eru að þvo brúðuföt í baðherberg- inu. Billy og David eru í kappakstri með vörubíla á gólfinu. Mér finnst alltaf spennandi að sjá þessi börn önnum kaíin við hina fjölbreytilegu leiki sína, að sjá þau gefa sig ímyndunaraflinu á vald og skapa sér sína eig'in veröld, En mæður, sem koma í heimsókn til okkar, verða stundum órólegar, þegar þær sjá börnin önnum kafin við leiki sína. „Er þetta allt og sumt, sem þau gera allan liðlangan daginn?“ spyrja þær. Mæðurnar eru hræddar um, að börnin þeirra læri ekki neitt hjá okkur. Mörgum þeirra finnst, að leikskólinn sé bara tóm tímaeyðsla, ef ekki er verið að kenna þessum smábörnum að lesa, telja eða hafa eftir setningar á frönsku. Sumar eru gripnar slíkum ofsatökum af öllu menntaskólaæðinu, að þær leita uppi leikskóla, þar sem kenn- arar álíta, að byrja eigi að kenna þriggja ára börnum undirstöðuat- riði lesturs og skriftar. En þegar 3—5 ára börn eru hvött til þess að leika sér frjálst, er þeim jafnframt leyft að finna sín eigin svör við ýmsum þýðingarmiklum spurningum, spurningum, sem eru svo öflugar og þýðingarmiklar fyr- ir þau, að hæfni til þess að lesa eða reikna er tiltölulega þýðingar- lítil í samanburði við slíkt. Þessar ungu mannverur, sem eru í rauninni nýkomnar í þennan heim, eru að fást við algild, áleitin og stundum mjög erfið vandamál. Þau eru að reyna að uppgötva eigið sjálf, leitast við að sjá sig sem per- sónulega heild, sem persónu innra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.