Úrval - 01.07.1968, Side 49
BÖRNIN LÆRA MARGT í LEIK
47
mál, sem hafa valdið furðu og óró-
leika manna á meðal fyrr og síðar,
já, jafnvel eyðilagt milljónir full-
orðinna árþúsund fram af árþús-
undi. Það er að leitast við af fremsta
megni að sætta engilinn og djöful-
inn, sem innra með því búa. Ef
barninu er hjálpað til þess að við-
urkenna, hvernig það er í raun og
veru, og sætta sig við það, ef því
er kennt að horfast í augu við hinar
lakari kenndir sínar og hvatir án
þess að óttast, þá er því þannig
beint á heppilega braut, þar sem
því verður fært að tjá tilfinningar
sínar, og þá mun það hafa þá orku
handbæra, sem það þarfnast fyrir
nauðsynlega námshæfni síðar meir.
Ef það byrgir stöðugt inni kvíða
sinn, ótta og reiði, rhun því reyn-
ast erfitt að læra í skólanum. Það
kann þá að lifa öllu lífinu íþyngt
sjálfshatri, vegna þess að það álít-
ur sig vera slæma manneskju í stað
þess að álíta sig bara mannlega
veru með eðlilegar tilfinningar, til-
finningar, sem þarf að hafa hemil á.
Forskólabarn lærir einnig um
dauðann, reynir það að skynja og
meðtaka þessa hugmynd og sýna"
rétt viðbrögð við henni, og þýðing-
armesta aðferðin til slíks er einmitt
leikurinn.
Þegar afi deyr eftir að hafa ver-
ið veikur í langan tíma, veltir lít-
ill drengur því kannske fyrir sér af
órökvísi bernskunnar: drap ég hann,
af því að ég leyfði honum ekki að
kyssa mig, þegar hann kom í heim-
sókn síðast? Hann er í uppnámi,
veit ekki sitt rjúkandi ráð og er
hræddur, hvað svo sem aðrir segja
honum í þessu efni. Kannske held-
ur hann jarðarför sjálfur og jarðar
gömlu skjaldbökuna sína og gref-
ur hana svo upp hvað eftir annað
til þess að gá að því, hvað fyrir
hana hefur komið. í leikskólanum
segir hann kannske við vin sinn:
„Við skulum leika það, að við sé-
um dauðir og það eigi að grafa
okkur.“ Þessir leikir hjálpa honum
að skilja dauðann og taka honum
á réttan hátt.
Forskólabarn uppgötvar brátt, að
það eru ýmsar hættur hér í lífi.
Vatnið er ekki alltaf skemmtilegur
staður til þess að leika sér í eða
leikfang til þess að leika sér að.
Ef þú ferð upp fyrir haus, geturðu
ekki andað. Bílar geta meitt fólk,
eldurinn brennur, viss orð særa til-
finningar manns. Og svo eru það
heimsóknir til lækna, maður þarf
að láta sprauta sig, maður verður
veikur. Veröldin er ekki alltaf
skemmtilegur staður. Þar eru líka
ógnir. Hvernig afber maður það,
sem gerir mann hræddan?
Forskólabarn fer að skynja sjálft
sig eins og það kemur öðrum fvrir
sjónir. Það fer að velta þessari
spurningu fyrir sér: Hver er ég?
Er litli snáðinn fullkomni drengur-
inn hennar ömmu, stríðni og erfiði
bróðirinn hennar systur, elskan
hennar mömmu sinnar eða vælandi
mömmudrengurinn hans pabba? Er
hann vitur eða heimskur, góður eða
slæmur? Er hann d.rengurinn, sem
málar myndir, eða drengurinn, sem
er hræddur við að klifra í köðlun-
um í leikfimishúsinu?
Því er alls ekki þannig farið, að
lítil börn hafi ekki nóg að læra.
Nei, það þyrmir blátt áfram yfir