Úrval - 01.07.1968, Side 52

Úrval - 01.07.1968, Side 52
50 ÚRVAL kvæmd á sviði fuglafriðunar í Evrópu. Þegar elskendurnir mætast, reka þeir upp hátt gleðigarg, er hljóm- ar sem „chee-chee-chee“. Svo halda þeir upp á endurfundina með því að elta hvorn annan í ótal sveig- um í nöpru loftinu. Einstaka sinn- um svífur karlfuglinn alla leið til jarðar til þess að tína upp sprek, sem hann ætlar að nota í stóra hreiðrið, sem þau munu byggja sér efst uppi í 40 feta háu grenitré, en þar má enn sjá leifarnar af hreiðri þeirra síðan í fyrra. Hreiður þeirra er hvorki meira né minna en um 50 kíló á þyngd. Fiskiernirnir í Spey- dalnum hafa valið tréð sitt af mik- illi vandvirkni. Þeir hafa valið tré, sem stendur nálægt nokkrum vötn- um, þar sem nóg er af geddu og silungi. Það er á fremur afskekkt- um stað í skógarrjóðri, þannig að ernirnir hafa óskert útsýni í allar áttir frá hreiðrinu, og því eiga þeir betra með að verjast mönnum, sem kynnu að vera í eggjaleit. Slík varúð er þeim lífsnauðsyn. Öldum saman lifðu fiskiernirnir óáreittir í Speydalnum. Svo á 19. öld voru þessir stórkostlegu fugl- ar reknir burt frá sínum fornu, skozku aðsetursstöðum af landeig- endum, sem vildu ekki deila veiði- réttindum sínum með fiskiörnunum. Það varð líka annað til þess að hrekja þá burt. Þar var einnig um að ræða sívaxandi söfnunaræði manna, en það gerðist stöðugt vin- sælla að safna eggjum og fuglum, sem voru síðan troðnir út. Fiski- ernirnir hættu að verpa í Bretlandi, og' þar sáust þeir ekki síðan í yfir 50 ár, að undanskildum einstaka fuglum, sem flæktust þangað endr- um og eins. En þessi arnarhjón í Speydalnum eru fyrstu, nýju land- nemarnir eftir þessa löngu útlegð fiskiarnanna. Fiskiörninn er stórfallegur og glæsilegur fugl. Hann er yfir 2 fet á hæð og vegur 3—4 pund. Hann er brúnleitur, en þó hvítur að neð- an. Hann er með snjóhvítt höfuð, en þó með svartar rendur í kring- um heiðgul, frán augun, og teygj- ast þessar rendur aftur fyrir hnakk- ann báðum megin. Á fótunum hef- ur hann aflmiklar, hvassar klær, sem gera honum auðvelt að ná tangarhaldi á hálum fiskum, Það virðist svo sem fiskiernir pari sig saman 1 eitt skipti fyrir FISKIERNIRNIR SNÚA IIEIM 51 öll, en skipti aldrei um -maka. Fyrst eftir að þeir snúa aftur norður frá vetursetu sinni í hitabeltinu, byrjar karlfuglinn á því að safna spreki og greinum í hreiður. Hann lætur sig falla leiftursnöggt niður á dauðar grenigreinar og rífur auð- veldlega allt að þriggja feta langar greinar af bolnum, og þessu bætir hann svo við ólögulegu hrúguna uppi í trjátoppnum. Þegar assan er kómin á hans fund, byrjar hún að safna mosa, torfusneplum og gras- tóm og fóðrar hreiðrið að innan með þessu. Fiskiernirnir nota hvað eina sem þeir geta náð í sem undir- stöðu undir hreiður sitt, þannig að það verði vel skorðað í þessari miklu hæð. Fuglafræðingurinn Clinton Abbot rannsakaði fiski- arnarhreiður um aldamótin, og í þeim fann hann hvorki meira né minna en 40 mismunandi hluti, þar á meðal vaxdúkspjötlur, fiskinet, tunnustafi, skeljar og hjól úr barna- kerru. Þegar hreiðurgerðinni er lokið, setjast spörvar að „í kjallar- anum“, þ. e. þeir byggja sér lítil hreiður víðs vegar í hinni miklu undirstöðu arnarhreiðursins og grípa fiskiagnirnar, sem detta af borði þessara stóru fug'la. Varptíminn hefst í apríl eða í byrjun maí. Kvenfuglinn verpir þrem brúndeplóttum eggjum, sem eru um 3% úr þumlungi á stærð. Og meðan assan liggur á, fer karl- fuglinn tvisvar á dag í veiðiferð. Hann flýgur í um 30 feta hæð yfir yfirborði vatnsins og baðar vængj-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.