Úrval - 01.07.1968, Síða 55
FISKIERNIRNIR SNÚA HEIM
53
svo að rífa í sig fiskskrokkinn án
nokkurrar hjálpar.
Þegar komið er fram í ágústbyrj-
un eða 8 vikum eftir að ungarnir
skríða úr eggjunum, er elzti ung-
inn tilbúinn til að hefja sig til flugs.
Hann er fullvaxinn og baðar vængj-
unum af miklum móði. Hann hefur
verið að æfa sig í 1—2 vikur, en
núna er alvara á ferðum, því að nú
flýgur hann nokkur fet upp á við
og síðan niður í hreiðrið aftur.
Hann er fljótur að læra flugið. Inn-
an viku er unginn búinn að öðlast
næga leikni til þess að fljúga beint
upp í ,,áttré“ til pabba síns og þrífa
fiskinn úr klóm hans.
Eftir að ungarnir hafa lært að
fljúga, fá þeir veiðikennslu í eina
viku. f stað þess að fljúga reglu-
lega með fisk í hreiðrið til ung-
anna, egna foreldrarnir ungana með
því að sleppa fiskinum úr goggi
sínum, stinga sér síðan leiftursnöggt
eftir honum og grípa hann aftur,
áður en hann skellur í vatnið. —•
Hungraðir ungarnir garga af mátt-
vana reiði. Fyrst læra þeir að grípa
fisk, sem foreldrarnir láta detta, og
síðan læra þeir að hremma fisk af
yíirborði vatnsins.
Brátt læra þeir að steypa sér eft-
ir fiski, sem er rétt undir yfirborði
vatnsins. John Buxton, sem fylgd-
ist lengi vel með örnunum í Spey-
dalnum, hefur lýst því, er ungur
fiskiörn steypir sér í fyrsta skipti
eftir fiski. „Hann steypti sér beint
niður, en svo þegar hann átti að-
eins eftir 10 fet niður að yfirborð-
inu, missti hann móðinn og reyndi
að stöðva flug'ið. En það var of
seint, svo að hann skall á yfirborð-
ið með ósvikinni „magalendingu".
Og hann var ósköp ræfilslegur, þeg-
ar hann kom hóstandi og skyrpandi
upp úr vatninu.11
Þegar ungarnir hafa sannað það,
að þeir geta séð um sig sjálfir, leys-
ist fjölskyldan smám saman upp.
Foreldrarnir yfirgefa hreiðrið að
sinni, og brátt leggja þeir af stað í
hið langa flug suður á bóginn. En
hreiðrið bíður endurkomu þeirra
næsta vor. Um miðjan september
leggja svo ungarnir einnig af stað
í sitt fyrsta flug til Afríku.
STÖÐVIÐ ÞJÓFINN!
Framkvæmd „Fiskiarnaráætlun-
arinnar“ (Operation Osprey) hófst
árið 1958, eftir að fólk hafði hvað
eftir annað orðið vart við arnar-
parið í Speydalnum, en það benti
til, að fiskiernirnir væru nú loks
komnir aftur til Skotlands. George
Waterston, sem þá var hinn skozki
fulltrúi Konunglega fuglaverndun-
arfélagsins, gerði sér grein fyrir
því, að fuglarnir yrðu alveg varnar-
lausir gegn eggjaþjófum, nema þeir
nytu einhverrar verndar. Það var
öruggt, að eggjaþjófarnir hættu á
að fá 25 sterlingspunda sekt, ef þeir
áttu von á að geta náð í nokkur
fiskiarnaregg, sem þeir gátu selt
fyrií- 50 sterlingspund á svörtum
markaði.
Sama daga og meðlimir Konung-
lega fuglaverndunarfélagsins komu
þarna á vettvang, kom það óþyrmi-
lega í Ijós, að það yrði að halda
vörð um hreiðrið allan sólarhring-
inn. Fiskiörninn flaug skyndilega
upp af hreiðrinu, hnitaði hringa í
sífelþj yfir því og gargaði í reiði