Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 55

Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 55
FISKIERNIRNIR SNÚA HEIM 53 svo að rífa í sig fiskskrokkinn án nokkurrar hjálpar. Þegar komið er fram í ágústbyrj- un eða 8 vikum eftir að ungarnir skríða úr eggjunum, er elzti ung- inn tilbúinn til að hefja sig til flugs. Hann er fullvaxinn og baðar vængj- unum af miklum móði. Hann hefur verið að æfa sig í 1—2 vikur, en núna er alvara á ferðum, því að nú flýgur hann nokkur fet upp á við og síðan niður í hreiðrið aftur. Hann er fljótur að læra flugið. Inn- an viku er unginn búinn að öðlast næga leikni til þess að fljúga beint upp í ,,áttré“ til pabba síns og þrífa fiskinn úr klóm hans. Eftir að ungarnir hafa lært að fljúga, fá þeir veiðikennslu í eina viku. f stað þess að fljúga reglu- lega með fisk í hreiðrið til ung- anna, egna foreldrarnir ungana með því að sleppa fiskinum úr goggi sínum, stinga sér síðan leiftursnöggt eftir honum og grípa hann aftur, áður en hann skellur í vatnið. —• Hungraðir ungarnir garga af mátt- vana reiði. Fyrst læra þeir að grípa fisk, sem foreldrarnir láta detta, og síðan læra þeir að hremma fisk af yíirborði vatnsins. Brátt læra þeir að steypa sér eft- ir fiski, sem er rétt undir yfirborði vatnsins. John Buxton, sem fylgd- ist lengi vel með örnunum í Spey- dalnum, hefur lýst því, er ungur fiskiörn steypir sér í fyrsta skipti eftir fiski. „Hann steypti sér beint niður, en svo þegar hann átti að- eins eftir 10 fet niður að yfirborð- inu, missti hann móðinn og reyndi að stöðva flug'ið. En það var of seint, svo að hann skall á yfirborð- ið með ósvikinni „magalendingu". Og hann var ósköp ræfilslegur, þeg- ar hann kom hóstandi og skyrpandi upp úr vatninu.11 Þegar ungarnir hafa sannað það, að þeir geta séð um sig sjálfir, leys- ist fjölskyldan smám saman upp. Foreldrarnir yfirgefa hreiðrið að sinni, og brátt leggja þeir af stað í hið langa flug suður á bóginn. En hreiðrið bíður endurkomu þeirra næsta vor. Um miðjan september leggja svo ungarnir einnig af stað í sitt fyrsta flug til Afríku. STÖÐVIÐ ÞJÓFINN! Framkvæmd „Fiskiarnaráætlun- arinnar“ (Operation Osprey) hófst árið 1958, eftir að fólk hafði hvað eftir annað orðið vart við arnar- parið í Speydalnum, en það benti til, að fiskiernirnir væru nú loks komnir aftur til Skotlands. George Waterston, sem þá var hinn skozki fulltrúi Konunglega fuglaverndun- arfélagsins, gerði sér grein fyrir því, að fuglarnir yrðu alveg varnar- lausir gegn eggjaþjófum, nema þeir nytu einhverrar verndar. Það var öruggt, að eggjaþjófarnir hættu á að fá 25 sterlingspunda sekt, ef þeir áttu von á að geta náð í nokkur fiskiarnaregg, sem þeir gátu selt fyrií- 50 sterlingspund á svörtum markaði. Sama daga og meðlimir Konung- lega fuglaverndunarfélagsins komu þarna á vettvang, kom það óþyrmi- lega í Ijós, að það yrði að halda vörð um hreiðrið allan sólarhring- inn. Fiskiörninn flaug skyndilega upp af hreiðrinu, hnitaði hringa í sífelþj yfir því og gargaði í reiði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.