Úrval - 01.07.1968, Síða 56

Úrval - 01.07.1968, Síða 56
54 ÚRVAL og ótta. Mennirnir óku í flýti fram- hjá mýrinni í jeppanum sínum, og þeim tókst að ná í hnakkadrambið á velþekktum eggjasafnara frá Suður-Englandi. Hann sagðist „bara hafa verið að líta á ernina“, en af- sökun hans virtist ekki sannfær- andi. Varðmennirnir vöruðu hann við og vísuðu honum burt. En þetta varð til þess, að þeir gerðu sér grein fyrir því, að fréttirnar um komu fiskiarnanna höfðu borizt manna á milli með ógnvænlegum hraða. í heilan mánuð lágu nokkrir menn í leyni í byrgi, sem komið hafði verið upp þarna til þess að hýsa mennina, sem ætluðu að gæta þess, að ernirnir fengju að unga út ungum sínum í friði. Þetta byrgi var ósköp ófullkomið, gert úr poka- druslum. Það mátti búast við því, að einhvern næstu daga mundi fyrsti unginn höggva gat á skurn- ina með litlu eggtönninni sinni, sem hann missir svo aftur síðar meir. Svo gerði óvinurinn árás eina dimma nótt. Það var klukkan hálf þrjú aðfaranótt 3. júní. Philip, sem þá var ritari Konunglega fugla- verndunarfélagsins, kom auga á einhverja þúst með hjálp sjónauk- ans síns. Og þessi þúst var að klifra upp eftir trénu, sem arnarhreiðrið var i, Þetta var augsýnilega mað- ur. Brown kippti í aðvörunarspott- ann, sem festur var um úlnlið hins varðmannsins, Berts Axells, sem svaf í tjaldi þar nálægt. Þeir tóku á rás heim að trénu, en maðurinn var horfinn, þegar þeir komust þangað. Tvö brotin egg lágu á jörð- inni, og í þeim gat að líta fóstur fiskiarnar. Þetta var ömurleg sjón. Þetta óhapp sumarið 1958 varð til þess, að starfsmenn Konunglega fuglaverndunai'félagsins gerðu sér grein fyrir því, að nú varð að taka skjóta og djarfa ákvörðun. Það var skýrt frá eggjaráninu í dagblöðun- um með stórum fyrirsögnum. Nú hafði verið skýrt frá leyndarmál- inu, og þar með hafði öll þjóðin fengið áhuga á örlögum fiskiarn- anna, enda tóku fuglaskoðendur og skemmtiferðamenn að streyma til Speydalsins. Waterston lagði það ákveðið til, að félagið leitaði beins stuðnings meðlimanna og annarra áhugasamra fuglaskoðenda fyrir vorið 1959. Og þannig hófst fram- kvæmd „Fiskiarnaráætlunarinnar“. Hún átti tafarlausri velgengni að fagna: Sá, sem stjórnaði fram- kvæmdum, var Dick Fursman flug- foringi. Og' á hverju áiú bjóða um hundrað sjálfboðaliðar félaginu að- stoð sína. Þar er um að ræða náms- fólk, skrifstofufólk, húsmæður, að- mírála á eftirlaunum og ýmsa aðra. Þetta fólk skiptist á um að halda vörð um hreiðrið allan sólarhring- inn. Það hefst við í nýjum timbur- kofa, sem reistur hefur verið í um 180 metra fjarlægð frá trénu. — Lengra frá trénu er svo annar stærri kofi, þar sem gestir geta fylgzt með örnunum. Um 25.000 ferðamenn koma þangað ár hvert, og eru margir þeirra frá útlöndum. Þeir skilja eftir fjárframlög í kassa, sem þar hefur verið komið fyrir. Einn maður gaf varðmönnunum 100 sterlingspunda sjónauka sinn til af- nota við vörzluna, Dánarbú greif- ynjunnar af Seafield er eigandi að svæði því, sem ernirnir verpa á,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.