Úrval - 01.07.1968, Side 58

Úrval - 01.07.1968, Side 58
56 ÚRVAL, Líklega er þarna um að ræða af- komendur fyrstu arnarhjónanna, Dick Fursman er viss um, að fleiri fiskiernir séu nú þegar teknir að verpa í Skotlandi, annaðhvort í dölum eða á landareignum jarðeig- enda, sem eru þeim hliðhollir og þegja yfir þessu til þess að koma í veg fyrir átroðning forvitins fólks. George Waterston, sem nú er að- stoðarframkvæmdastjóri Konung- lega fuglaverndunarfélagsins í Skot- landi, segir svo um áætlun þessa: „Árið 1800, eða áður en ofsóknirn- ar gegn fiskiörnunum hófust, voru fiksiernirnir í gervöllu Skotlandi ekki fleiri en 12 arnarhjón í mesta lagi. Ef okkur tækist að ná þeirri tölu að nýju, þýddi slíkt, að til- raun okkar hefði heppnazt fullkom- lega. Við álítum, að okkur hafi tek- izt að tryggja tilveru fiskiarnarins í Skotlandi.“ Á meðan nokkur karlfugl mun heilsa maka sínum í aprílmánuði uppi yfir grenitrjánum í Speydaln- um, munu verða þar fyrir varð- menn til þess að vernda þau fyrir öllu illu, er þúsundir ferðamanna fylgjast í laumi með heimilislífi arnanna undir eftirliti varðmanna. Dr. Joe Eggeling, yfirmaður Nátt- úruverndarráðsins í Skotlandi, seg- ir svo um framkvæmd þessa: „Fiski- arnaráætlunin er sígilt dæmi um það, hvernig gefa skal almenningi tækifæri til þess að virði fyrir sér lífið í faðmi Móður Náttúru undir eftirliti sérfróðra manna, svo að tryggja megi öryggi þessa lífs. Ef til vill hefur þessi áætlun komið fólki í skilning um það fremur en nokkuð annað, að tilvera manns- ins mundi verða svo óendanlega miklu snauðari án tilvistar hins ósnortna lífs í faðmi Móður Nátt- úru.“ ASlaÖandi bros. Hin fræga skáldkona George Sand gerðist eitt sinn sölukona á basar, sem haldinn var í góðgerðaskyni. Baron James de Rothschild af hinni alkunnu auðmannaætt stanzaði við söluborð hennar til þess að gá, hvað hún hefði á boðstólum. Hann skoðaði vörurnar, en sagði svo: „Ég sé ekki neitt hérna, sem ég er hrifinn af, nema Þá bros yðar. Munduð þér selja mér eiignhandaráritun yðar í staðinn?" George Sand flýtti sér að skrifa á pappírsörk: „Móttekið frá Baron James de Rothschild 5.000 frankar til góðgerðastarfsemi”. Baróninn tók við örkinni úr hendi hennar, stundi Þungan .... og borgaði. Agence Parisienne de Presse. 1 leikskrá Wimbledonleikhússins i Lundúnum gat að líta eftirfar- andi klausu: „Blóð, sem notað er i þessari sýningu, hefur vinsam- lega verið gefið af Balterseasláturhúsinu”. L.F.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.