Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 58
56
ÚRVAL,
Líklega er þarna um að ræða af-
komendur fyrstu arnarhjónanna,
Dick Fursman er viss um, að fleiri
fiskiernir séu nú þegar teknir að
verpa í Skotlandi, annaðhvort í
dölum eða á landareignum jarðeig-
enda, sem eru þeim hliðhollir og
þegja yfir þessu til þess að koma í
veg fyrir átroðning forvitins fólks.
George Waterston, sem nú er að-
stoðarframkvæmdastjóri Konung-
lega fuglaverndunarfélagsins í Skot-
landi, segir svo um áætlun þessa:
„Árið 1800, eða áður en ofsóknirn-
ar gegn fiskiörnunum hófust, voru
fiksiernirnir í gervöllu Skotlandi
ekki fleiri en 12 arnarhjón í mesta
lagi. Ef okkur tækist að ná þeirri
tölu að nýju, þýddi slíkt, að til-
raun okkar hefði heppnazt fullkom-
lega. Við álítum, að okkur hafi tek-
izt að tryggja tilveru fiskiarnarins
í Skotlandi.“
Á meðan nokkur karlfugl mun
heilsa maka sínum í aprílmánuði
uppi yfir grenitrjánum í Speydaln-
um, munu verða þar fyrir varð-
menn til þess að vernda þau fyrir
öllu illu, er þúsundir ferðamanna
fylgjast í laumi með heimilislífi
arnanna undir eftirliti varðmanna.
Dr. Joe Eggeling, yfirmaður Nátt-
úruverndarráðsins í Skotlandi, seg-
ir svo um framkvæmd þessa: „Fiski-
arnaráætlunin er sígilt dæmi um
það, hvernig gefa skal almenningi
tækifæri til þess að virði fyrir sér
lífið í faðmi Móður Náttúru undir
eftirliti sérfróðra manna, svo að
tryggja megi öryggi þessa lífs. Ef
til vill hefur þessi áætlun komið
fólki í skilning um það fremur en
nokkuð annað, að tilvera manns-
ins mundi verða svo óendanlega
miklu snauðari án tilvistar hins
ósnortna lífs í faðmi Móður Nátt-
úru.“
ASlaÖandi bros.
Hin fræga skáldkona George Sand gerðist eitt sinn sölukona á
basar, sem haldinn var í góðgerðaskyni. Baron James de Rothschild
af hinni alkunnu auðmannaætt stanzaði við söluborð hennar til þess
að gá, hvað hún hefði á boðstólum. Hann skoðaði vörurnar, en sagði
svo: „Ég sé ekki neitt hérna, sem ég er hrifinn af, nema Þá bros
yðar. Munduð þér selja mér eiignhandaráritun yðar í staðinn?"
George Sand flýtti sér að skrifa á pappírsörk: „Móttekið frá Baron
James de Rothschild 5.000 frankar til góðgerðastarfsemi”.
Baróninn tók við örkinni úr hendi hennar, stundi Þungan .... og
borgaði.
Agence Parisienne de Presse.
1 leikskrá Wimbledonleikhússins i Lundúnum gat að líta eftirfar-
andi klausu: „Blóð, sem notað er i þessari sýningu, hefur vinsam-
lega verið gefið af Balterseasláturhúsinu”.
L.F.