Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 65
SKIP BYGGÐ MEÐ LEIFTURHRAÐA ....
63
ast, heldur tóku þeir að gera um-
fangsmiklar athuganir á eiginleik-
um núnings og nýrra efna, og svo
fundu þeir að lokum lausnina , . .
sem er leyndarmál fyrirtækisins.
Fimm risavaxin vökyaýtingar-
tæki sjá um að ýta ferlíkjunum út
undir bert loft. En hvert slíkt tæki
getur ýtt 700 tonnum, enda stendur
það „föstum fótum“ í klöpp. Skipin
renna léttilega eftir rennibrautum,
sem geta borið fimm tonna þunga
á hvern ferþumlung. Nú er hluti
skipsins kominn út undir bert loft,
og því er ,,tjaldi“ úr bárujárni rennt
yfir þann hluta skipsskrokksins,
sem utanhúss er, til þess að koma
í veg fyrir tafir af völdum óblíðr-
ar veðráttu.
Um þriðja hvern vinnudag er
hinu vaxandi skipi ýtt svolítið
lengra út undir bert loft. Þegar um
þriðjungur þess er kominn út und-
ir bert loft, er vélin látin síga nið-
ur í skipið. Og svo kemur að því,
að fullgert skipið er allt komið út
undir bert loft, enda er skuturinn
á næsta vaxandi skipi tekinn að
ýta á stefni þess. Næstu nótt er svo
hleypt sjó á svæðið í kvínni, og
nýja skipið er dregið, út úr henni.
Síðan er dælt úr kvínni að nýju.
Þetta fer fram að nóttu til, svo að
engar vinnustundir glatist að degin-
um.
VAXAND VELGENGNI
Jafnvel Svensson sjálfur þorði
aldrei að vona, að nýja skipasmíða-
stöðin ætti slíkri velgengni að mæta.
„Við bjuggumst við að geta árlega
smíðað skip, sem næmu samtals
250.000—300.000 tonna þunga,“ sagði
hann við mig. En árið 1966 nam
heildarframleiðslan 570.000 tonnum
og síðastliðið ár um 635.000 tonnum.
I
Svo er Arendalstöðinni fyrir að
þakka, að nú skipar Svíþjóð ann-
að sæti í hinni hatrömmu skipa-
smíðakeppni, sem nú er háð um
gervallan heim. Það er Japan eitt,
sem stendur Svíþjóð enn framar.
En forstöðumenn Arendalstöðvar-
innar geta ekki látið þetta riægja,
Þar að auki veitir japanska ríkis-
stjórnin skipasmíðastöðvum lands-
ins fjárhagslegan stuðning, sem ger-
ir þeim fært að selja skip með mjög
hagkvæmum greiðsluskilmálum og
gegn lágum vöxtum af lánum. Þar
hafa Japanir mikla yfirburði yfir
Svía í hinni hörðu samkeppni, því
að sænska stjórnin hefur enn gert
h'tið í þessu efni. Japanir eru einn-
ig farnir að byggja miklu stærri
skip, og verður Arendalstöðin brátt
að geta keppt við þá, hvað skipa-
stærð snertir.
„Það eru mikil viðskipti fram-
undan, en einnig hörð samkeppni,“
segir Svensson. „En skipasmíða-
stöðvarnar, sem beita ódýrustu
framleiðsluaðferðum, munu halda
velli. Hinar munu líða undir lok.
En það munum við ekki gera.“