Úrval - 01.07.1968, Page 70
68
Um sýninguna á Macbeth í Royal
Court leikhúsinu, segir hann: Ég tók
hlutverkið að mér í æfingaskyni,
því að ég fann, að það, sem ég hafði
leikið að undanförnu, krafðist ekki
nægilega mikils af mér.“
Þegar Guinness, sem er lágvaxinn
og ávallt snyrtilega klæddur, fæst
ekki við leikstörf mætti halda, að
hann ynni í banka eða fengist við
sölumennsku. Andlit hans, langt og
svipmikið, sem oft er þó eins og
óskrifað blað, hefur á sér vökult yf-
irbragð. Og ljósblá spurul augun
bíða eftir að fá að lýsa gleði eða
sorg. Á góðgerðarsamkomu tók Mar-
grét prinsessa ekki eftir „litla mann-
inum sem stóð þarna í horninu,“
eins og hún sagði, er hún komst
síðar að raun um, að það var leik-
arinn, sem hún kom til að sjá.
Ekki er hægt að segja, að fyrstu
tilraunir Guinness á leiklistarbraut-
inni hafi verið beint uppörvandi.
Foreldrar hans skildu, áður en hann
varð ársgamall. Var hann eftir það
með móður sinni, sem flæktist úr
einu veitingahúsinu í annað, þar til
hann varð nógu gamall til að setj-
ast í skóla. Þjáðist hann á þessu
skeiði ævi sinnar af mikilli ein-
manakennd.
STAÐFESTA.
Drengurinn, sem var of feiminn
til að geta stofnað til skjótra vin-
áttusambanda við jafnaldra sína og
hafði þar að auki engan áhuga á
námi eða íþróttum, komst að raun
um, að leiklistin væri hans eina von
til að losna undan hinum þrúgandi
einmanaleika. ,,Ég varð að ná góðum
ÚRVAL
árangri. Um annað var ekki að
ræða.“
f London, þar sem hann lagði
fyrst stund á leiklistarnám, buðust
skólayfirvöldin vinsamlegast til að
endurgreiða honum skólagjaldið, því
að honum var tjáð, að hann yrði
aldrei leikari.
En strax í æsku kom nákvæmni
hans og vandvirkni í ljós. Þegar
hann lék eitt sinn á þeim árum
hlutverk sendiboða, sem átti að
koma hlaupandi og lafmóður inn á
sviðið, hljóp hann sex sinnum kring-
um leikhúsið, svo að hann væri nú
í raun og veru móður, er hann kæmi
inn á sviðið.
í fyrsta skipti, er hann kom fram
í hlutverki hermanns, sagði leik-
stjórinn við hann með mikilli fyr-
irlitningu: „Þú getur aldrei leikið
hermann." En það var einmitt fyrir
leik sinn í hlutverki hermanns, sem
Guinness hlaut Oscars verðlaunin.
Eina starfið, sem Guinness hefur
fengizt við fyrir utan leikstörfin,
auk þess sem hann þjónaði í enska
flotanum á stríðsárunum, var við
samningu auglýsingatexta. Þó að
hann ætti létt með að semja textana,
(hann hefur sjálfur samið þrjú
kvikmyndahandrit), var hann ekki
ánægður í starfinu. Meðan hann var
atvinnulaus, leigði hann í ódýru ris-
herbergi, gekk í lélegum skyrtum
og nærðist á bökuðum baunum og
samlokum. „Og ég gekk berfættur
um göturnar, að minnsta kosti á
sumrin, til að spara skóna, sem þeg-
ar voru gatslitnir,“ segir hann.
Hann reikaði mikið um göturnar
og fór oft í leikhús. Komst hann síð-
ar að raun, að það hafði verið hon-