Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 70

Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 70
68 Um sýninguna á Macbeth í Royal Court leikhúsinu, segir hann: Ég tók hlutverkið að mér í æfingaskyni, því að ég fann, að það, sem ég hafði leikið að undanförnu, krafðist ekki nægilega mikils af mér.“ Þegar Guinness, sem er lágvaxinn og ávallt snyrtilega klæddur, fæst ekki við leikstörf mætti halda, að hann ynni í banka eða fengist við sölumennsku. Andlit hans, langt og svipmikið, sem oft er þó eins og óskrifað blað, hefur á sér vökult yf- irbragð. Og ljósblá spurul augun bíða eftir að fá að lýsa gleði eða sorg. Á góðgerðarsamkomu tók Mar- grét prinsessa ekki eftir „litla mann- inum sem stóð þarna í horninu,“ eins og hún sagði, er hún komst síðar að raun um, að það var leik- arinn, sem hún kom til að sjá. Ekki er hægt að segja, að fyrstu tilraunir Guinness á leiklistarbraut- inni hafi verið beint uppörvandi. Foreldrar hans skildu, áður en hann varð ársgamall. Var hann eftir það með móður sinni, sem flæktist úr einu veitingahúsinu í annað, þar til hann varð nógu gamall til að setj- ast í skóla. Þjáðist hann á þessu skeiði ævi sinnar af mikilli ein- manakennd. STAÐFESTA. Drengurinn, sem var of feiminn til að geta stofnað til skjótra vin- áttusambanda við jafnaldra sína og hafði þar að auki engan áhuga á námi eða íþróttum, komst að raun um, að leiklistin væri hans eina von til að losna undan hinum þrúgandi einmanaleika. ,,Ég varð að ná góðum ÚRVAL árangri. Um annað var ekki að ræða.“ f London, þar sem hann lagði fyrst stund á leiklistarnám, buðust skólayfirvöldin vinsamlegast til að endurgreiða honum skólagjaldið, því að honum var tjáð, að hann yrði aldrei leikari. En strax í æsku kom nákvæmni hans og vandvirkni í ljós. Þegar hann lék eitt sinn á þeim árum hlutverk sendiboða, sem átti að koma hlaupandi og lafmóður inn á sviðið, hljóp hann sex sinnum kring- um leikhúsið, svo að hann væri nú í raun og veru móður, er hann kæmi inn á sviðið. í fyrsta skipti, er hann kom fram í hlutverki hermanns, sagði leik- stjórinn við hann með mikilli fyr- irlitningu: „Þú getur aldrei leikið hermann." En það var einmitt fyrir leik sinn í hlutverki hermanns, sem Guinness hlaut Oscars verðlaunin. Eina starfið, sem Guinness hefur fengizt við fyrir utan leikstörfin, auk þess sem hann þjónaði í enska flotanum á stríðsárunum, var við samningu auglýsingatexta. Þó að hann ætti létt með að semja textana, (hann hefur sjálfur samið þrjú kvikmyndahandrit), var hann ekki ánægður í starfinu. Meðan hann var atvinnulaus, leigði hann í ódýru ris- herbergi, gekk í lélegum skyrtum og nærðist á bökuðum baunum og samlokum. „Og ég gekk berfættur um göturnar, að minnsta kosti á sumrin, til að spara skóna, sem þeg- ar voru gatslitnir,“ segir hann. Hann reikaði mikið um göturnar og fór oft í leikhús. Komst hann síð- ar að raun, að það hafði verið hon-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.