Úrval - 01.07.1968, Síða 71

Úrval - 01.07.1968, Síða 71
ALEC GUINNESS 69 um ómetanlega lærdómsríkt, Hann rannsakaði fólkið, horfði á það skoða í glugga verzlananna, eða hvernig það gekk yfir göturnar. Og í huga hans safnaðist fjölþætt reynsla af útliti og hegðan mann- fólksins. Guinness, er notaði fjöl- breytta lífsreynslu sína sem uppi- stöðu í túlkun hlutverkanna, komst að raun um, að þar sem hann væri meðalmaður á hæð, gæti hann bæði virzt hærri eða lægri, eftir því sem hann vildi að fram kæmi í leikn- um. Og á fölu, einlægu andlitinu gat hann birt allar þær kenndir og hugdrif, er hann vildi. Feimnin, sem löngum gerði Guin- ness erfitt uppdráttar, varð honum, þegar fram liðu stundir, til mikils gagns. í stað þess að reyna að aug- lýsa sjálfan sig, líkt og flestir leik- arar, glæsilegir í útliti og snoppu- fríðir gera, gleymdi hann sjálfum sér og rann saman við hlutverkið, sem hann lék. Til allrar hamingju kom leikstjór- inn John Gielgud auga á hæfileika Guinness, áður en hann tók að þjást alvarlega af næringarskorti. Hann hafði séð hann leika í skólaleikriti og bauð honum hlutverk í næsta leikriti, er hann stjórnaði. Áður en það varð, hittust þeir eitt sinn af tilviljun. Brá þá Gielgud svo að sjá, live Guinness var horaður og illa á sig kominn, að hann bauðst til að gefa honum 20 pund. En Guinness afþakkaði með stolti fátæklingsins. ,,Það var mjög heimskulegt af mér,“ sagði hann síðar. Árið 1934 lék Guinness undir stjórn Gielgud hlut- verk Osric hins unga, taugaveiklaða og þóttafulla hirðmanns, í Hamlet. Hann hlaut mikið lof fyrir leik sinn og hefur aldrei verið atvinnulaus síðan. Næstu hlutverk, sem hann lék, sýndu greinilega hve hæfiléikar hans voru frábærlega miklir, — I myndinni „Hotel Paradiso“ iék hann lítinn, væskislegan mann, sem reynir að véla nágrannakonu sína. Ekki tókst þó betur til en svo, að allt endaði að lokum með ósköp- um. Það er mjög auðvelt að ofleika gamanleik af þessu tagi. En slíkt gerir Guinness ekki. „í þessum gamanhlutverkum má aldrei koma fram, að þú leikir ekki af fyllstu alvöru. Smá bending á röngum stað getur eyðilagt allan leikinn. Skopinu verður að fylgja viss alvara,“ segir Guinness. Skömmu áður lék hann hlutverk Markúsar Árelíusar í myndinni „Hnignun rómverska keisaradæmis- ins“, en það hlutverk gat vart ver- ið ólíkar því, er hann lék í „Hotel Paradiso". „Þú leikur Árelíus mjög furðulega,“ sögðu jafnvel vinir hans. „Ég hafði mjög mikla ánægju af því að vinna að upptöku þessarar myndar,“ sagði Guinness, „og ekki sízt fyrir þá sök, að Soffía Loren lék á móti mér. Einhverra hluta vegna var hún dálítið taugaóstyrk, þegar við hittumst í fyrsta skipti. En er ég sagði henni, að í styrjöld- inni, þegar ég var -liðþjálfi á inn- rásarpramma við Anizo hefðum við verið vanir að gefa börnunum, sem stóðu á hafnarbryggjunni skammt fyrir norðan Napolí súkkulaði, sagði hún: „É'g man það. Ég var eitt þess- ara barna! Eftir það gekk samstarf okkar prýðilega."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.