Úrval - 01.07.1968, Síða 79

Úrval - 01.07.1968, Síða 79
GETUR VÍSINDAMAÐUR TRÚAÐ Á GUÐ? 77 þarf til að lifa í hamingjusömu hjónabandi. Menn þurfa að verja nokkru af tíma sínum og námi til að læra nógu mikið um hvort tveggja til að þekkja sjónarmið hvors fyrir sig og hvort tveggja þarf að virða. Við skulum, til að byrja með, at- huga hvað vísindi eru. í fám orðum sagt, þau eru skilningur á fyrirbær- um náttúrunnar og á hvern hátt við getum stjórnað henni eða hegð- að okkur samkvæmt henni. Vísinda- maðurinn kemur auga á og gerir tilraunir, hugsar upp kenningar og prófar þær, hafnar þeim, sem ekki standast prófun en heldur áfram að fullsanna þær, sem virðast réttar, unz hann birtir þær, sem nýjustu niðurstöður. Vísindin geta leyst úr spurning- um eins og þessum: Hvernig er þetta framkvæmt? Hvernig frjóvgast egg- fruman? Hvernig getum við látið flugvél fljúga? Hvernig getum við stjórnað þessu og hinu? Hvað eru stjörnurnar langt frá jörðunni? Þannig mætti lengi telja. En ef við spyrðum, hvers vegna atvikin ger- ast á þennan eða hinn mátann, verð- ur svar vísindanna þögnin ein. Eg geri ráð fyrir, að flestir þekki þyngdarlögmál Newtons, en færri vita hvers vegna það er einmitt svona. Hér stöndum við frammi fyrir þýðingarmesta greinarmunin- um á trú og vísindum. Trúin segir: Hvers vegna. Hvers vegna eru þján- ingar og sorgir? Og hvers vegna eru sum börn vansköpuð eða andlega hindruð frá eðlilegri þátttöku í mannlífinu? Hvers vegna þurfum við að vera siðprúð, heiðarleg og sannleiksleitandi? Hver er tilgang- urinn með þessu? Hver er tilgangur lífsins yfirleitt? Vísindin reyna ávallt að skil- greina, hvernig menn og dýr haga lífi sínu, en segja ekkert um það, hvaða hátterni er gott eða illt í til- gangi sínum. Vísindin láta siðfræð- inni, heimspekinni og trúarbrögð- unum eftir að svara þessum spurn- ingum. En hverjum manni er nauð- synlegt að hafa jafnvægi milli á- hugamála sinna og getu til að svala þeim, svo að hann hafi nautn af líf- inu og geti gegnt þeirri ábyrgð, sem hin ýmsu störf leggja honum á herðar. Nú mun einhver spyrja sem svo: Eru þær vísindalegu staðreyndir, sem kenndar eru í skólunum í sam- ræmi við það, sem kennt er í sunnu- dagaskólunum? Eyðileggja vísindin ekki trúnaðartraustið? Líklega fer það svo hjá þeim, sem hafa áður haft ósveigjanlega trú á hverju orði og setningu Biblíunnar, og eins þeir, sem álíta trú einskonar statistiskt úrslitaatriði, sem alls ekki megi endurskoðast í ljósi nútímaþekking- ar. Ef slík er irú þín, lesandi góður, sé ég ekki, að þú hafir mikla mögu- leika á því, að þú getir hagað lífi þínu skynsamlega í heimi nútíma vísinda, af því að slík trú er ekki byggð á þekkingu og víðsýni. Ég álít, að Biblían sé dýrðlegasta opinberun, sem birzt hefur mönn- unum um tilveru Guðs og eðli guð- dómsins sjálfs. En mér virðist eðli- legt, að sú bók sýni og beri vitni um mannlegan veikleika um leið og hún sýnir háleitt trúatraust og mikinn sannleika. Og mér finnst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.