Úrval - 01.07.1968, Side 81
GETUR VÍSINDAMAÐUR 7RÚAÐ Á GUÐ?
79
andi, sem ríkir ofar öllu og alls
staðar býr.
Kafli þessi er eftir dr. Warren
Weaver, sem er frægur stærðfræð-
ingur og höfundur allmargra rit-
gerða og bóka um vísindaleg efni.
Hann var starfsmaður Rockefeller
Foundation frá árinu 1932—1959.
Úr umferöinni
Meðan hjálpsamur umferðarvörður var að festa ró á barnakerr-
una mína, hevrði ég mann einn, sem fram hjá gekk, segja við íélaga
sinn: „Hugsið ykkur, að hún skuli vera tekin föst fyrir að leggja
þessu á vitlausan stað!“
Dorothy Neilson.
Rafmagnsbilun
Eitir að ofsastormur hafði gengið yfir, fengum við hjá rafveitunni
fjölmargar hringingar frá reiðum húseigendum og húsmæðrum, sem
áttu við ýrnsa erifðleika að stríða ivegna rafmagnsbilunar. En það
var annað hljóð í strokknum hjá manni einum, sem hringdi í okkur.
Hann skýrði ósköp rólegur frá því, að það væri nú búið að vera raf-
mangslaust hjá honum í 24 tíma og hann hefði alveg gefið það á bát-
inn að bjarga matnum í ísskápnum frá skemmdum. Hann sagði, að sér
væri alveg sama, þó að hann gæti ekki horft á sjónvarpið. En hann
kvartaði yfir einu. „Þið megið til með að gera eitthvað," sagði hann,
,,ég er alveg að gefast upp á því að blása lofti í fiskabúrið til þess
að bjarga hitabeltisfiskunum minum.“
R. G. H.
1 skólanum, í skólanum — ,--------
Miehael Lewis kenndi árum saman l'lotasagnfræði í konunglega sjó-
liðsforingjaskólanum í Greenwich af mikilli snilld. Hann lauk upp
leyndardómum sagnfræðinnar fyrir heilum kynslóðum sjóliðsforingja,
og um leið kenndi hann þeim allt mögulegt milli himins og jarðar.
Tveir aðmírálar, sem komu i opinbera heimsókn í skólann, komu auga
á gamla manninn og heilsuðu honum innilega.
„Ég bjist ekki við, að þér minnizt okkar frá námsárum okkar hér,
þegar við vorum aðeins sjóliðsforingjaefni, en við minnumst samt
yðar,“ sagði annar.
„Já, þér kennduð okkur frönsku eða sögu eða eitthvað annað,“
bætti hinn við.
„Það var slæmt,“ svaraði prófessorinn þurrlega, „að mér skyldi
aldrei takast að koma ykkur í skilning um mismuninn."
U.S.N.I.P.