Úrval - 01.07.1968, Page 98

Úrval - 01.07.1968, Page 98
96 ÚRVAL smám saman slíkan skilning, siíkt innsæi. Eiginmaður einn kvartar yf- ir því, að konan hans virðist alger- lega ófær um að skynja, hvenær hann hefur átt mjög erfiðan dag í vinnunni. „Maður gæti haldið, að hún ætti að geta séð þetta nú orð- ið,“ sagði hann, „vegna þess að ég dyl það ekki, í hvernig skapi ég er hverju sinni. En hún heldur bara áfram að skýra mér frá sínum vand- ræðum og erfiðleikum eða romsa upp úr sér heilli runu af ýmsum verkum, sem hún ætlast til, að ég framkvæmi þá um kvöldið. Svo er hún alveg steinhissa, ef ég rýk upp,“ Þennan skort á skilningi, hvað snertir tilfinningar makans, mætti kannske rekja til skorts á sameigin- legri reynslu hjónanna. Konur hafa t.d. tilhneigingu til þess að sýna eiginmönnum sínum meiri skilning í ýmsum fjölskylduvandamálum og ýmsum vandamálum samfélagslegs eðlis, en hjónin hafa einmitt mikla sameiginlega reynslu á þeim svið- um. En þegar um er að ræða vanda- mál, sem snertir starf hans, þá kann einkaritarinn hans að vera miklu færari um að geta sér til um skap hans og viðbrögð en sjálf eiginkon- an. ÞAÐ, SEM SKILUR Á MILLI Staðreyndir nútímalífs geta oft verið orsök misskilnings milli hjóna. Næsta kynslóð á undan okkur lifði við aðrar aðstæður. Þar höfðu hjón- in hvort um sig sín ákveðnu verk, sem þau áttu að leysa af .hendi, og mörkin milli skylduverka og sérrétt- inda karla og kvenna voru mjög skörp. En nú geta þessi hlutverk breytzt, eftir því sern aðstæðurnar breytast eða eftir því sem einstak- lingarnir æskja þess sjálfir. Ungar eiginkonur sjá fyrir eigin- mönnum sínum, meðan þeir ljúka námi. Eiginmenn sjá um börnin, meðan konan er að heiman. Eigin- kona, sem er dugleg í reikningx, sér kannske um fjármál heimilisins í stað mannsins. Eiginmaður getur álitið sig stórkostlegan matsvein, án þess að slíkt geri hann nokkuð kven- legri að áiiti annarra. Hin gömlu, skörpu mörk milli hegðunar og stöðu karla og kvenna eru að mást út eða hafa horfið. En fjölbreytni hlutverkanna og aðstæðnanna í nútímalífi gerir það einmitt oft að verkum, að skiln- ingurinn milli makanna á oft erfitt uppdráttar. Eiginmaðurinn sér kannske eiginkonu sína í allt öðru hlutverki en hún sér sjálfa sig í. Honum er kannske vísað á bug, þegar hann nálgast hana kynferðis- lega, vegna þess að það verður mik- ill annadag'ur hjá henni á skrifstof- unni á morgun og hún þarfnast hvíldar í nótt. Hann hugsaði um hana í hlutverki eiginkonu, á sama augnabliki er hún hugsaði um sig sjálfa í hlutverki launþega. Nú gremst henni, að hann skilur alls ekki þreytu , hennar, og honum gremst, að hún hefur vísað honum á bug kynferðislega. Konum er kannske fremur gefið tilfinningalegt innsæi en körlum. Það má kalla slíkt innlifunarhæfi- leika eða innsæi eða einhverju öðru nafni, en allar líkur benda til þess, að konur séu færari en karlar um að skynja ýmis merki, sem gefin eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.