Úrval - 01.07.1968, Page 105
STÍFLUBRJÓTARNIR
103
Wallis vildi ekki heyra á mistök
minnzt. Góðlátlegt viðmót hans
skýldi mikilli þrjózku. Hann var 53
ára gamall, andlit hans var rjótt
og hrukkulaust, hárið hvítt og aug-
un grá á bak við stór hornspangar-
gleraugu.
— Það er hægt að gera þetta í
áföngum, sagði hann við Beaver-
brook. Ég á teikningar að tveggja
tonna og sex tonna sprengjum, sem
eru eins uppbyggðar. Wellington-
vélarnar geta flutt tveggja tonna
sprengjurnar. Hinar nýju fjögurra
hreyfla Lancastervélar geta flutt
sex tonna sprengjurnar, og þær
verða komnar í gagnið á þessu ári.
— Ég þarf að ræða um þetta við
sérfræðingana, sagði Beaverbrook.
Ef þetta kostar of mikla fyrir-
höfn, lízt mér ekki á möguleikana,
Wallis sneri aftur til skrifstofu
sinnar í Weybridge í Surrey, og
var vongóður. Hinir opinberu aðil-
ar höfðu snúizt við þessari stórkost-
legu hugmynd hans á þrennan hátt:
1) Sýnt takmarkaðan áhuga, — 2)
skilningsleysi, — 3) dregið kurteis-
legt dár að honum. En þar sem
Beaverbrook hafði sýnt málinu á-
huga, gat allt gerzt.
„BÖLVUÐ VITLEYSA"
Bak við tjöldin fóru hjólin að
snúast á þunglamalegan hátt. Wall-
is komst að því að herra N.N. hafði
samþykkt að athuga málið, og að
herra X.X, hefði verið forvitinn.
Hinn 1. nóvember skrifaði Sir Char-
les Craven, framkvæmdastjóri Vic-
kers-flugvélaverksmiðjanna, Beav-
brook og stakk upp á því að sam-
þykki yrði gefið til að hef'ja smíði
á bæði tíu tonna sprengjunni og
sprengjuflugvélinni „Sigur“. En þá
missti Wallis helzta stuðningsmann
sinn í Whitehall, Arthur Tedder,
sem seinna varð lávarður, og var
yfirmaður rannsóknardeildar Flug-
málaráðuneytisins. Hann var send-
ur til Austurlanda nær. Skömmu
seinna sendi Sir Charles eftir Wall-
is.
— Ég hef ekki góðar fréttir að
færa, sagði hann. „Flugmálaráðið
vill ekki stórar sprengjur. Þeir trúa
ennþá á „sprengjuregns-aðferðina".
— Gátu þeir ekki skilið útreikn-
inga mína, spurði Wallis.
Sir Charles svaraði á kurteislegan
hátt, að hann efaðist um að allir
nefndarmenn hefðu haft tíma til að
fara í gegnum alla útreikningana.
Hann bætti við hljóðlega: — Þeir
segja, að hver sá sem hugsi um tíu
tonna sprengju sé vitlaus.
Daginn eftir byrjaði Wallis, reið-
ur yfir því að hvorki rak né gekk,
að skrifa ritgerð um sprengjuna
sína. Hann kallaði hana: „Útskýr-
ingar á aðferð til árásar á Möndul-
veldin“. Þesskonar óljósar fyrirsagn-
ir voru í hávegum hafðar hjá vís-
indamönnum, en samtímis útskýrði
hann hvert atriði svo ljóslega, að
hver leikmaður gat skilið þau, ef
hann gat fylgt stærðfræðinni eftir.
,,Útskýringarnar“ voru í bókar-
lengd, og með fylgdu fleiri blað-
síður af teikningum, formúlum og
útreikningum. Þetta verk tók Wall-
is nokkra mánuði. Hann sendi ein-
tök til 70 áhrifamanna í vísindum,
stjórnmálum og hernaði.
Hann þurfti ekki lengi að bíða
eftir árangri. Fyrst kom leyniþjón-