Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 105

Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 105
STÍFLUBRJÓTARNIR 103 Wallis vildi ekki heyra á mistök minnzt. Góðlátlegt viðmót hans skýldi mikilli þrjózku. Hann var 53 ára gamall, andlit hans var rjótt og hrukkulaust, hárið hvítt og aug- un grá á bak við stór hornspangar- gleraugu. — Það er hægt að gera þetta í áföngum, sagði hann við Beaver- brook. Ég á teikningar að tveggja tonna og sex tonna sprengjum, sem eru eins uppbyggðar. Wellington- vélarnar geta flutt tveggja tonna sprengjurnar. Hinar nýju fjögurra hreyfla Lancastervélar geta flutt sex tonna sprengjurnar, og þær verða komnar í gagnið á þessu ári. — Ég þarf að ræða um þetta við sérfræðingana, sagði Beaverbrook. Ef þetta kostar of mikla fyrir- höfn, lízt mér ekki á möguleikana, Wallis sneri aftur til skrifstofu sinnar í Weybridge í Surrey, og var vongóður. Hinir opinberu aðil- ar höfðu snúizt við þessari stórkost- legu hugmynd hans á þrennan hátt: 1) Sýnt takmarkaðan áhuga, — 2) skilningsleysi, — 3) dregið kurteis- legt dár að honum. En þar sem Beaverbrook hafði sýnt málinu á- huga, gat allt gerzt. „BÖLVUÐ VITLEYSA" Bak við tjöldin fóru hjólin að snúast á þunglamalegan hátt. Wall- is komst að því að herra N.N. hafði samþykkt að athuga málið, og að herra X.X, hefði verið forvitinn. Hinn 1. nóvember skrifaði Sir Char- les Craven, framkvæmdastjóri Vic- kers-flugvélaverksmiðjanna, Beav- brook og stakk upp á því að sam- þykki yrði gefið til að hef'ja smíði á bæði tíu tonna sprengjunni og sprengjuflugvélinni „Sigur“. En þá missti Wallis helzta stuðningsmann sinn í Whitehall, Arthur Tedder, sem seinna varð lávarður, og var yfirmaður rannsóknardeildar Flug- málaráðuneytisins. Hann var send- ur til Austurlanda nær. Skömmu seinna sendi Sir Charles eftir Wall- is. — Ég hef ekki góðar fréttir að færa, sagði hann. „Flugmálaráðið vill ekki stórar sprengjur. Þeir trúa ennþá á „sprengjuregns-aðferðina". — Gátu þeir ekki skilið útreikn- inga mína, spurði Wallis. Sir Charles svaraði á kurteislegan hátt, að hann efaðist um að allir nefndarmenn hefðu haft tíma til að fara í gegnum alla útreikningana. Hann bætti við hljóðlega: — Þeir segja, að hver sá sem hugsi um tíu tonna sprengju sé vitlaus. Daginn eftir byrjaði Wallis, reið- ur yfir því að hvorki rak né gekk, að skrifa ritgerð um sprengjuna sína. Hann kallaði hana: „Útskýr- ingar á aðferð til árásar á Möndul- veldin“. Þesskonar óljósar fyrirsagn- ir voru í hávegum hafðar hjá vís- indamönnum, en samtímis útskýrði hann hvert atriði svo ljóslega, að hver leikmaður gat skilið þau, ef hann gat fylgt stærðfræðinni eftir. ,,Útskýringarnar“ voru í bókar- lengd, og með fylgdu fleiri blað- síður af teikningum, formúlum og útreikningum. Þetta verk tók Wall- is nokkra mánuði. Hann sendi ein- tök til 70 áhrifamanna í vísindum, stjórnmálum og hernaði. Hann þurfti ekki lengi að bíða eftir árangri. Fyrst kom leyniþjón-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.