Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 106
104
URVAL
ustumaður, kvíðafullur á svip, og
var hann með eintak af ritgerðinni
og skammaði Wallis fyrir að senda
þetta með venjulegum pósti. —
Þetta er ákaflega mikilvægt og
hernaðarleyndarmál, mótmælti
hann,
— Jæja, er það? sagði Wallis blíð-
lega. — Ég er álitinn geggjaður og
þetta á að vera einhver „bölvuð vit-
leysa“.
Leyniþjónustumaðurinn sagði
bara „Ó“, og fór aftur til London,
til að rannsaka málið frekar. Nokkr-
um dögum seinna sagði Sir Henry
Tizard, sem var vísindalegur ráð-
gjafi flugmálaráðuneytisins og hafði
hrifizt af ritgerð Wallis, við hann:
- Ég ætti víst að stofna nefnd til
þess að athuga þetta nánar. Við
verðum að vera nokkurn veginn
vissir um að þetta beri tilætlaðan
árangur.
— Auðvitað, sagði Wallis, sem var
í sjöunda himni.
Þannig varð Stífluloftárásar-
nefndin til. Einn nefndarmanna
stakk upp á því að eftirlíking væri
reist, til þess að hægt væri að sann-
prófa kenninguna með smækkuðum
sprengjum, og Wallis tók þetta að
sér með hinni mestu ánægju. Næstu
mánuði, hvenær sem laus stund
gafst frá hinni erfiðu vinnu hjá
Vickers-flugvélaverksmiðj unum, fór
hann á Road Reserch rannsóknar-
stofuna í Hammondsworth, í vestur
úthverfum London.
Stór veggur huldi hann forvitn-
um augum, þar sem hann sat og
teiknaði og reisti úr smáum stein-
kubbum nákvæma eftirlíkingu af
Möhn stíflunni, sem var einn fimm-