Úrval - 01.07.1968, Page 110

Úrval - 01.07.1968, Page 110
108 ÚRVAL veggurinn hrundi og flóðið brauzt gegnum stífluna. Wallis leit ánægð- ur á sprunguna, sem var um 15 fet á lengd og 12 fet á þykkt. I huga Wallis fékk sprengjan á sig ákveðna mynd, hún átti að vera kúlulaga, og hoppa á yfirborði vatnsins, eins og fallbyssukúlur gömlu fallbyssubáta sjóhersins gerðu fyrir mörgum öldum. Sex fyr- irmyndir voru gerðar til tilrauna. Wellington flugvél var breytt sér- staklega til þess að geta borið þessa nýju sprengju. Sprengjudyrnar voru teknar af, og armar voru festir á flugvélaskrokkinn til að styðja við hliðar sprengjunnar, sem voru ör- lítið flattar. Vökvaknúinn mótor sneri sprengj- unni, og þegar hún var látin falla, sneri hann henni mjög hratt öfugt við stefnu flugvélarinnar; þetta jók fjölda hoppanna þar sem sprengjan var einnig látin hreyfast upp á við um leið og hún fór áfram (og svo voru tilraunirnar vel heppnaðar, að Wallis braut í ógáti glugga, sem voru hátt á vegg í Eðlisfræðistofn- uninni í Teddington, þegar hann var að gera tilraunir með kúlu í stórri tunnu). Ennfremur myndi þessi rangsælis snúningur valda því, að sprengjan, um leið og hún hitti stífluvegginn efst, mundi hoppa til baka nokkra metra og stefna henn- ar myndi breytast, hún myndi falla niður í vatnið meðfram innri stíflu- veggnum niður á hið rétta 30 feta dýpi. 4. desember 1942 flaug Mutt Summers yfirreynsluflugmaður Vic- kers og góður vinur Wallis, í breyttri Wellington flugvél frá Weybridge með fyrstu fjórar sprengjurnar. Wallis var fremst í vélinni sem sprengjumiðari, og til- gangurinn var að reyna sprengj- urnar við ströndina í Dorset. Þar sem hinar undarlegu sprengjur hengu neðan á vélinni breyttist út- lit hennar svo mjög, að fallbyssu- bátarnir við Portland hófu skotár- ás á hana, og var ekki laust við að Wallis fyndist þvermóðska yfirvald- anna, vegna tilraunanna ganga full langt í það skipti. Eftir að fyrsta sprengjan féll, sá hann að sprengjuskelin þurfti að vera sterkari. Eftir að hún hafði verið styrkt, tókust sprengingarnar mjög vel, en kvikmynd var tekin af þeim á jörðu, en Summers forð- aðist að koma of nálægt Portland. 2. febrúar var Wallis loks leyft að útbúa sprengjur í fullri stærð, Það var rétt nógur tími til þess að gera árás á þýzku stíflurnar í tæka tíð, stífluvötnin voru full í maí, og þá var hentugastur tími til árás- anna. Wallis hafði í raun og veru lok- ið undirbúningi sínum þegar hon- um var fyrirskipað að hætta. Ein- beittur fór hann á fund Summers og krafðist þess að fá að tala við Sir Arthur Harris flugmarskálk og yfirmann alls sprengjuhernaðar úr lofti. Summers þekkti Harris nógu vel til að vera dús við hann, en það þorðu fáir að vera. Um leið og Wallis gekk inn á skrifstofu Harr- is, sagði sá með þrumuraust: „Hvað viljið þér? Líf drengjanna minna eru alltof dýrmæt til þess að þeim sé fórnað fyrir einhver kjánastrik“. Þessar móttökur ollu Wallis mikl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.