Úrval - 01.07.1968, Side 114

Úrval - 01.07.1968, Side 114
112 ÚRVAL með þessum orðum: „Tilraun núm- er 1 — algert hernaðarleyndar- mál“. Wellington flugvél kom í ljós yfir vatni og kúiulaga hlutur datt úr henni. Gibson furðaði sig á því að kúlan hoppaði á vatninu í mjög langan tíma að því er virtist, áður en hún hvarf. Þá kviknuðu ljósin, „Þetta er hin leyndardómsfulla sprengja mín“, sagði Wallis. „Þann- ig er það, sem á að láta hana falla í vatnið“. „í vatnið“? spurði Gibson, sem var að reyna að komast að því hvert skotmarkið vaeri. „Já, yfir vatni um nótt eða snemma morguns og ef til vill verð- ur þoka. Getur þú flogið á um það bil 240 mílna hraða á klukkustund 150 fet yfir sléttu vatni og látið sprengjuna falla nákvæmlega á rétt- an stað“? „Það er ákaflega erfitt að dæma um hvort hæðin sé rétt, þegar flog- ið er yfir vatni“, svaraði Gibson, „sérstaklega ef vatnið er slétt. Hve miklu má muna“? „Engu“, svaraði Wallis, ,,þar ligg- ur hundurinn grafinn“. HÆTTULEGT LÁGFLUG Gibson sagði til um tíu æfingar- leiðir og Lancastervélarnar tóku að fljúga yfir fenin í Lincolnshire, Suf- folk og Norfolk í 100 feta hæð. Það var einstaklega freistandi í lágflugi að fljúga milli reykháfa, eða rétt yfir trjánum, og vanalega var þetta bannað í Konunglega Brezka Flug- hernum. Því voru flugmenn Gib- sons ákaflega ánægðir að fá að leika sér að þessu samkvæmt skipunum. Reiðir lögregluþjónar skrifuðu hjá sér númerin á flugvélunum, skrif- stofa Gibsons fylltist af kvörtunar- bréfum, sem hann reif. Nokkrum dögum seinna flugu Lancastervélarnar í 50 feta hæð og fóru í lengri æfingaferðir, gegnum dali Pennínafjalla, klifu og féllu yfir fjöllum Wales, þaðan til Corn- wall og síðan upp til Skotlands, og að lokum allt að Hebrideseyjum, þar sem þeir flugu mjög lágt yfir öldutoppunum. Gibson flaug sinni eigin Lancastervél, „George", til Vatnahéraðsins. Nokkrum sinnum flaug hann yfir Derwent vatn, og' fann að hann gat haldið vél sinni í stöðugri 150 feta hæð, samkvæmt fyrirmælum Wallis. En hæðarmæl- um er stjórnað með loftþrýstingi og það var ekki svo gott að spá um hann fyrirfram yfir Þýzkalandi. Það hlaut að vera hægt að vita um rétta hæð, án þess að hafa hæðarmælir. Æfing gæti hjálpað þar. Gibson fór aftur að Derwent vatni í ljósaskiptunum til þess að gera aðra tilraun. Þoka var í lofti. Hinn slétti vatnsflötur og þokan runnu út í eitt, svo erfitt reyndist að á- ætla hæðina, og þeir höfðu nærri því flogið í sjálft vatnið. Um leið og Gibson snögghækkaði flugið, heyrðist undarlegt hljóð í samtals- tæki þeirra, Afturturnsskytta þeirra hafði séð loftstrauminn frá flugvéla- hreyflunum gára vatnsflötinn. Jafn- vel ,,Spam“ Stafford, sprengjumið- ara Gibsons brá. „Drottinn hjálpi oss“, sagði hann, „þetta er fjandan- um hættulegra“. Gibson gaf Cochrane þá skýrslu, að ef ekki væri með neinu móti hægt að áætla hæðina nákvæmlega,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.