Úrval - 01.07.1968, Side 115

Úrval - 01.07.1968, Side 115
STÍFLUBRJÓTARNIR 113 þýddi ékkert að hugsa um árásar- ferðina. „Það er ennþá nógur tími til að hafa áhyggjur af slíku“, svar- aði Cochrane. „Nú ætla ég að biðja þig að líta á eftirlíkingar af skot- markinu“. Hann benti á þrjá stóra pakka. „Þú verður eini maðurinn í herdeildinni, sem færð að vita þetta“. Gibson lyfti upp lokunum með hamri. Fyrstu viðbrögð hans voru mikill léttir. Guði sé lof fyrir að það var ekki Tirpitz! Eftirlíkingarn- ar sýndu Möhn, Eder og Sorpe á- samt landslaginu í kring í smáatrið- um. Nú þegar Gibson vissi um skot- mörkin, gat hann hitt Wallis og rætt um þau við hann. Vísindamaðurinn útskýrði, hvernig sprengjurnar áttu að springa þétt við stífluveggina. „Ég hef reiknað það út, að við fyrstu sprengjuna ætti minnsta kosti að koma sprunga í vegginn“, sagði hann. „Þegar fleiri sprengj- ur springa á sama stað mun vegg- urinn velta yfir um, en þar mun vatnsþrýstingurinn aðstoða ykkur. Þið munið þurfa á tunglsljósi að halda, og tunglið er fullt frá 13. til 19. maí“. „Það er eftir sex vikur“. „Rétt er það. Þið verðið að vera nákvæmir, því annars gæti sprengj- an lent á brjóstvirkinu, og ekki skaðar það stífluna“, „Það myndi hins vegar skaða okk- 'ur“, sagði Gibson. „Flugvélarnar myndu vera beint fyrir ofan það“. Hann var hugsi á leiðinni til Scamp- tonflugvallar. Þar sem tunglið skein ekki nógu oft til þess að það kæmi að gagni við æfingar, var reynt að íramkalla sömu ljósáhrif á hinu daglega æf- ingaflugi. Gulleitar hlífar voru sett- ar á gluggana, í flugstjórnarklefum Lancastervélanna, og flugmennirnir voru með blá gleraugu. Þeir flugu þúsundir æfingamílna; en þá fjar- lægði Gibson hlífarnar og gleraug- un og þeir fóru í lágflug um nótt yfir þvert og endilangt landið. Tvær flugvélar komu með trjágreinar í hreyflunum. Herdeildinni var ekki kunnugt um það, að leyniþjónustumenn voru komnir til Scampton, til að gæta þess að engar upplýsingar bærust þaðan. Pósturinn var ritskoðaður, og símtölin hleruð. Þegar einn flug- mannanna hringdi kvöld eitt í kær- ustuna sína, til þess að segja henni frá því, að hann kæmist ekki til hennar vegna þess að hann væri í sérstakri flugþjálfun, kallaði Gib- son flugsveitina saman og skipaði skálkinum að koma að borðinu til sín. Þar fékk hann að standa hníp- inn og fölur. „Sjáið hann“, öskraði Gibson, „maðurinn hefur stefnt lífum hundruða manna í hættu, með því að halda ekki kjafti". Brotin urðu ekki fleiri. Flugmennirnir æfðu sprengjuár- ásir á Wainfleet svæðinu skammt frá Skegness. Þeir notuðu miðunar- tæki er hæfðu lágflugi, en slíkur útbúnaður var raunar í öllum Lan- castervélum. En þeir hittu ekki nógu vel, svo Gibson bar vanda sinn und- ir Cochrane. Tveimur dögum síðar kom sérfræðingur úr ráðuneyti Beaverbrooks til Scamptonflugvall- ar og tilkynnti Gibson, að hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.