Úrval - 01.07.1968, Side 116
114
Ú.RVAL
myndi að öllum líkindum geta leyst
úr vandræðum hans. Lausnin vai'
lygilega einföld: „Það eru 600 fet
á milli turnanna á hverjum stíflu-
garðanna", sagði sérfræðingurinn,
„og ég ætla að búa til handa þér
lítinn þríhyrning úr krossviði. Hugs-
um okkur, að rifa verði á þríhyrn-
ingnum við topphornið, en nagli
settur í hvort hinna hornanna. Þá
kemur í ljós að þríhyrningur minn
er af ákveðinni stærð, þannig að
þú getur treyst því, að horfirðu í
gegnum rifuna á þríhyrningnum er
þú nálgast stíflugarðinn, þá munu
turnarnir nema við naglana í hlið-
arhornum þríhyrningsins þegar þú
ert í 1275 feta fjarlægð frá stífl-
unni og þá áttu að láta sprengjurn-
ar fara“.
Gibson var vantrúaður. Gervi-
turnar voru settir á stíflu eina í
Mið-Englandi og bauja höfð í um
það bil 3000 feta fjarlægð frá stífl-
unni. Skyldi tækið nú reynt til hlít-
ar og átti sá, sem miðaði sprengj-
unni, að koma því til leiðar að
sprengjan félli sem næst baujunni.
Tilraunirnar tókust ekki verr en
það, að meðalfirrð frá skotmarkinu
var aðeins 12 fet.
Niður við Weybridge sat Wallis
kófsveittur og glímdi við enn eitt
vandamálið, sem leysa þurfti á síð-
ustu stundu. Svo var mál með vexti,
að sjálft sprengiefnið var í sívölu
stálhylki, en síðan voru trégjarðir
settar utan um það til þess að fá
kúlulag á sprengjuna. Ekki tókst
betur til en svo, að trégjarðirnar
brotnuðu þegar sprengjurnar féllu
í vatnið, og þótt stálhylkið fleytti
að vísu kerlingar smá spotta, þá
dugði það ekki til. Wallis ákvað
því að nota sivalar sprengjur til
árásarinnar, en til þess að svo mætti
takast neyddist hann til þess að fara
þess á leit við Gibson, að flugið
yrði lækkað niður í 60 fet, og þá
varð að sjálfsögðu enn erfiðara að
gera sér grein fyrir réttri hæð.
Gibson hafði þegar reynt að hafa
vír hangandi niður úr vélinni þeg-
ar flogið var yfir vatni í þessari
hæð, en þótt vírinn væri þyngdur
hrökk þetta ekki til, því loftmót-
staðan hélt vírnum nær lárrétt aft-
ur með vélinni. Cochrane fól sér-
fræðingum Beaverbrooks að finna
lausn á vandanum og enn var svar-
ið einfalt.
„Settu ljóskastara undir flugvéla-
nefið“, sagði einn sérfræðinganna,
„og síðan annan undir stélið og láttu
geislann vísa niður og inn á báðum
kösturunum. Þegar að geislarnir
skerast þannig í vatnsfletinum að
lesa má töluna 8 úr ljósbrotinu, þá
ertu í 60 feta hæð“.
Gibson var í sjöunda himni þeg-
ar hann sagði flugmönnunum frá
þessu, en þá skaut Spafford skytta
því að honum, að hann hafði nú
raunar geta frætt hann um þetta
atriði. „Það vill svo til að ég var
að skemmta mér í gærkvöldi og
þá sá ég nektardansmey leika listir
sínar og þegar tveimur ljósköstur-
um var beint að henni fékk ég þessa
sömu hugmynd, og ég ætlaði ein-
mitt að segja þér frá henni“.
Gibson gaf honum illt auga. En
allt um það, einn flugliðsforingj-
anna, Henry Maudslay, lét setja
ljóskastara á Lancastervél sína sam-
kvæmt fyrirmælum sérfræðinga