Úrval - 01.07.1968, Side 119

Úrval - 01.07.1968, Side 119
STÍFLUBRJÓTARNIR 117 fer'ðina og benti á landabréfið með reglustikunni. Þá tók Wallis tilmáls. Hann lýsti stíflunum, skýrði frá því hvað gera ætti við sprengjurnar og hver áhrifin yrðu á iðnaðinn í Ruhr héraðinu. Gibson stóð upp: ,,Vill einhver spyrja nánar um þetta“? Maltby spurði: „Hvernig eru stíflurnar varðar, herra“? „Þeir hafa aðeins léttar loftvarnarbyssur, og þið fá- ið uppgefnar staðsetningar þeirra“. Gibson hugsaði með kvíða um hin- ar nýju byggingar á Möhn stíflunni. Þegar spurt var um net í stíflu- vatninu lýsti Gibson tundurskeyta- netunum. Siglingafræðingur einn vildi vita hvort þau myndu hafa áhrif á ferðir sprengjunnar, og Wallis svaraði með ánægjubrosi, að það væri ekki til í dæminu. Hann gekk yfir að smáborðum í hinum enda salarins, en þar voru eftirlíkingar af stíflunum þrem, og var breitt yfir þær. „Komið allir hingað og horfið vel og vandlega á þessar eftirlíkingar", skipaði hann. „Horfið á þær þangað til að hvert smáatriði er greypt í minni ykkar. Þá skuluð þið fara í burt, teikna stíflurnar í smáatriðum, koma síðan aftur og bera teikning- ar ykkar saman við þær og leið- rétta það sem rangt er, síðan teikn- ið þið á ný eftir minni“. I matsalnum þá um kvöldið drukku þeir aðeins léttan bjór og tóku inn litlar hvítar töflur, sem herlæknirinn hafði gefið þeim til þess að þeir ættu auðveldara með svefn. Gibson var á leið til svefn- skála síns, þegar yfirmaður flug- vallarins kallaði í hann og sagði: „Guy, Nigger varð fyrir bíl rétt fyrir utan völlinn núna rétt áðan, og drapst samstundis, Bíllinn ók beint áfram án þess að stoppa“. Gibson sat lengi á rúmi sínu og starði á dyrnar þar sem sjá mátti för eftir klær hundsins. Þetta virt- ist slæmur fyrirboði. Að morgni 16. maí voru allir önn- um kafnir við undirbúninginn. Á hverri Lancastervél voru 6 byssur, og hver var hlaðin skotum, sem voru eins og glóandi eldhnettir þeg- ar þeim var skotið, 12 stykkjum á sekúndu. Um hádegisbil lenti Mos- quitovél á vellinum með nýjustu myndir af stíflunum. Vatnsyfir- borðið í Möhn stíflunni var 4 fet frá hámarki. Eftir hádegisverðinn kom veðurspáin frá veðurfræðing- um herdeildarinnar. Þeir spáðu bjartviðri yfir Þýzkalandi og um klukkan 16 heyrðust fyrirskipan- ir í hátalarakerfi vallarins þess efn- is, að áhafnirnar ættu allar að koma strax í upplýsingaherbergið. Brátt sátu 133 hljóðir menn á bekkjum herbergisins, en tvær áhafnir höfðu forfallazt vegna veikinda, og þar heyrðu skytturnar, vélamennirnir og loftskeytamennirnir það, sem hinir höfðu áður heyrt. Eftir kvöldverð, þar sem kerskn- isyrðum var nú sleppt, fóru þeir í smáhópum til flugskýlanna til að skipta um föt. Klukkan var ekki orðin átta og enn var ein klukku- stund til brottfarar. Martin setti lítinn uppstoppaðan þvottabjörn í vasann á fjugbúningi sírtum, en móðir hans hafði gefið honum björninn sem verndargrip, þegar stríðið skall á, og átti bangsi jafn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.