Úrval - 01.07.1968, Síða 119
STÍFLUBRJÓTARNIR
117
fer'ðina og benti á landabréfið með
reglustikunni. Þá tók Wallis tilmáls.
Hann lýsti stíflunum, skýrði frá því
hvað gera ætti við sprengjurnar og
hver áhrifin yrðu á iðnaðinn í Ruhr
héraðinu.
Gibson stóð upp: ,,Vill einhver
spyrja nánar um þetta“? Maltby
spurði: „Hvernig eru stíflurnar
varðar, herra“? „Þeir hafa aðeins
léttar loftvarnarbyssur, og þið fá-
ið uppgefnar staðsetningar þeirra“.
Gibson hugsaði með kvíða um hin-
ar nýju byggingar á Möhn stíflunni.
Þegar spurt var um net í stíflu-
vatninu lýsti Gibson tundurskeyta-
netunum. Siglingafræðingur einn
vildi vita hvort þau myndu hafa
áhrif á ferðir sprengjunnar, og
Wallis svaraði með ánægjubrosi, að
það væri ekki til í dæminu.
Hann gekk yfir að smáborðum í
hinum enda salarins, en þar voru
eftirlíkingar af stíflunum þrem, og
var breitt yfir þær. „Komið allir
hingað og horfið vel og vandlega
á þessar eftirlíkingar", skipaði
hann. „Horfið á þær þangað til að
hvert smáatriði er greypt í minni
ykkar. Þá skuluð þið fara í burt,
teikna stíflurnar í smáatriðum,
koma síðan aftur og bera teikning-
ar ykkar saman við þær og leið-
rétta það sem rangt er, síðan teikn-
ið þið á ný eftir minni“.
I matsalnum þá um kvöldið
drukku þeir aðeins léttan bjór og
tóku inn litlar hvítar töflur, sem
herlæknirinn hafði gefið þeim til
þess að þeir ættu auðveldara með
svefn. Gibson var á leið til svefn-
skála síns, þegar yfirmaður flug-
vallarins kallaði í hann og sagði:
„Guy, Nigger varð fyrir bíl rétt
fyrir utan völlinn núna rétt áðan,
og drapst samstundis, Bíllinn ók
beint áfram án þess að stoppa“.
Gibson sat lengi á rúmi sínu og
starði á dyrnar þar sem sjá mátti
för eftir klær hundsins. Þetta virt-
ist slæmur fyrirboði.
Að morgni 16. maí voru allir önn-
um kafnir við undirbúninginn. Á
hverri Lancastervél voru 6 byssur,
og hver var hlaðin skotum, sem
voru eins og glóandi eldhnettir þeg-
ar þeim var skotið, 12 stykkjum á
sekúndu. Um hádegisbil lenti Mos-
quitovél á vellinum með nýjustu
myndir af stíflunum. Vatnsyfir-
borðið í Möhn stíflunni var 4 fet
frá hámarki. Eftir hádegisverðinn
kom veðurspáin frá veðurfræðing-
um herdeildarinnar. Þeir spáðu
bjartviðri yfir Þýzkalandi og um
klukkan 16 heyrðust fyrirskipan-
ir í hátalarakerfi vallarins þess efn-
is, að áhafnirnar ættu allar að koma
strax í upplýsingaherbergið. Brátt
sátu 133 hljóðir menn á bekkjum
herbergisins, en tvær áhafnir höfðu
forfallazt vegna veikinda, og þar
heyrðu skytturnar, vélamennirnir
og loftskeytamennirnir það, sem
hinir höfðu áður heyrt.
Eftir kvöldverð, þar sem kerskn-
isyrðum var nú sleppt, fóru þeir í
smáhópum til flugskýlanna til að
skipta um föt. Klukkan var ekki
orðin átta og enn var ein klukku-
stund til brottfarar. Martin setti
lítinn uppstoppaðan þvottabjörn í
vasann á fjugbúningi sírtum, en
móðir hans hafði gefið honum
björninn sem verndargrip, þegar
stríðið skall á, og átti bangsi jafn