Úrval - 01.07.1968, Side 120

Úrval - 01.07.1968, Side 120
118 ÚRVAL marga flugtíma að baki og hann sjálfur. Mennirnir lágu á grasinu við skýlin, reyktu, töluðu saman og biðu. f þessu kom Gibson akandi, og fór beint til Powells yfirforingja aganefndarinnar og trúnaðarmanns herdeildarinnar. „PowelP1, sagði hann, „gerið mér þann greiða að grafa Nigger fyrir utan skrifstofu- dyr mínar á miðnætti í nótt“. „Að sjálfsögðu, herra minn“, svaraði Powell hálfundrandi yfir því að slík beiðni skyldi koma frá jafn harðsvíruðum flugstjóra og Gibson. Það sem Gibson sagði hon- um ekki var, að um líkt leyti bjóst hann við að vera í um 60 feta hæð yfir Þýzkalandi, og honum datt í hug, að ef til vill yrðu þeir sam- ferða í jörðina, Nigger og hann sjálfur. Gibson klæjaði í fingurgómana eftir því að komast af stað, og hann vissi að svipað var ástatt um þá hina. Allt myndi verða í lagi um leið og þeir væru komnir í loftið, Þannig var það alltaf. Klukkan 20.50 sagði hann: „Jæja, klukkan segir að brottfarartíminn sé kom- inn“. Mennirnir hreyfðu sig kæruleys- islega. Á mínútunni 21.10 kviknaði rautt ljós í vél Gibsons, „George“, og var það merki þess að McCarthy átti að leggja af stað með hópinn, sem fór nyrðri leiðina. Sú leið var lengri og fóru þeir því fyrr af stað. Klukkan 21.25 fóru hreyflar „George" af stað. Ólánleg í laginu með sinn fyrirferðamikla farm ók hún suður eftir flugbrautinni og sneri sér síðan við. Martin í vél- inni „Popsy“ var vinstra megin við hann og Hopgood í vélinni „Moth- er“ var hægra megin. „Tilbúnir til flugtaks“, sagði Gib- son. Hann hallaði sér fram og veif- aði til Martins og Hopgoods, sem svöruðu kveðju hans. Þá sleppti hann bremsunum og vélin fór af stað. Níu Lancastervélar fóru fyrst og um borð í hverri þeirra var fimm tonna sprengja og fimm tonn af bensíni. Vélarnar juku hraðann og i 200 feta hæð breyttu þær um stefnu. Að baki skein sólin og varp- aði geislum sínum á vorgróðurinn á ökrunum. Fyrir framan þá glotti tunglið. ÞEIR FYRSTU FALLA f stjórnklefa „George" sagði Spaf- ford: „Þarna er hafið framundan", og mínútu seinna flugu þeir þar yfir. England hvarf að baki, Gib- son lækkaði flugið niður í 50 fet. Martin og Hopgood, sitt hvorum megin við hann, gerðu slíkt hið sama. Með þessu móti kæmu þeir seinna fram á ratsjá Þjóðverja. Þetta dugði þeim þó ekki lengi, í um 20 mílna fjarlægð frá strönd Hollands sæjust þeir á skermunum, og þá yrðu sendar út skipanir til loftvarnastöðvanna og sprengju- flugvélaherdeildanna. í flugumsjónarherbergi fimmtu deildar í Grantham sat aðalmerkja- sérfræðingurinn við símatæki, sem tengt var loftskeytatæki. Á þenn- an hátt myndu skilaboðin berast með Morse-merkjum, því flugvél- arnar voru of langt í burtu og i of lítilli hæð til þess að hægt væri að hafa tal af þeim. Við hlið hans voru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.