Úrval - 01.07.1968, Page 122

Úrval - 01.07.1968, Page 122
120 ÚRVAL til norðausturs til að reyna að forð- ast loftvarnarbyssurnar í Ruhr. Ein Lancastervélin í síðasta hóp Gibsons fór aðeins út af réttri leið. Hún sást ekki aftur, og hefur vafa- laust verið skotin niður af annarri sprengjuflugvél, eða loftvarnar- byssum. Þá voru aðeins 14 vélar eftir. Gib- son og forystuvélar hans flugu yfir þýzku landamærin. Ekkert ljós sást, né nokkur hreyfing, allt var hulið myrkri og eina hljóðið var vélar- hljóðið. Eldkúlnahríð kom frá fljótapramma á Rín. Skömmu seinna byrjuðu fleiri byssur og loft- ið fylltist af kúlnahríð. Allar byss- ur voru í gangi, og flugvélarnar skulfu. Allt í einu kviknaði á stór- um ljóskastara og lýsti hann upp vél Gibsons. Eldkúlnahríð frá vél- inni slökkti brátt á kastaranum, og er þeir flugu yfir glæðurnar, sáu þeir að skytturnar hlupu í allar áttir. Gibson gaf hreyflunum inn eins og hægt var og beygði til norðurs í kringum Hamm. Þennan síðasta spöl flugu þeir mjög lágt. Nú lýsti máninn þeim og þeir sáu hæðirnar umhverfis Möhn stífluvatnið og spegilsléttan vatnsflötinn. Þetta var alveg eins og að horfa á eftirlíkinguna, sami vatnsflötur- inn, hinir dökku akrar umhverfis innrennslið í vatnið og lági virkis- veggurinn með turnunum. f hálf- rökkrinu leit stíflan út eins og orr- ustuskip, aðeins betur varin. Sprengjumiðari Martins sagði: „Drottinn minn, eigum við að sprengja þetta“? ÁRÁS! Skyndilega kviknaði líf í kring- um Möhn, eldkúlnahríðin þeyttist upp í loftið þegar Þjóðverjarnir skutu beint í allar áttir. Lancaster- vélarnar flugu í stórum hringjum í kring um vatnið og héldu sig fyrir utan kúlnahríðina. Þarna voru um tíu byssur, sumar á ökrunum í ná- grenninu, aðrar í turnunum. Gibson mælti við áhöfn sína: „Jæja, það er víst ekki til setunnar boðið“. Hann kveikti á sendirofan- um. „Halló allar flugvélar, við hefj- um árásina núna. Verið tilbúnir að koma þegar ég kalla á ykkur. Halló ,,Mother“, þið takið við, ef eitthvað skeður“. „Allt í lagi foringi, gangi ykkur vel“, hljómaði róleg rödd Hopgoods. Gibson flaug í stóran sveig að austurenda vatnsins. Hann sagði snögglega: „Sprengjan tilbúin'. Spafford kveikti á snúningsvélinni, og sprengjan snerist hraðar og hrað- ar unz hún náði 500 snúningum á mínútu. Þeir flugu frá hæðunum og yfir vatnið að virkisveggnum í 60 feta hæð. Gibson hreytti út úr sér fyrirskipunum: „Gætið að hæðinni, Hver er hrað- inn? Skytturnar tilbúnar". Siglinga- fræðingurinn kveikti á búkljósun- um, glápti niður í vatnið og tautaði: Neðar, neðar, neðar . . . , aðeins upp . . . ., kyrr . . . ., rólega, haltu henni“. Ljóskúlurnar snertu hvor aðra. Eldkúlnahríðin frá stíflu- veggnum virtist stefna beint í stjórnklefann þegar flugvélin nálg- aðist. Gibson hélt hæðinni. Spaf- ford hélt krossviðarþríhyrningnum þétt við augað, turnarnir nálguðust
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.