Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 122
120
ÚRVAL
til norðausturs til að reyna að forð-
ast loftvarnarbyssurnar í Ruhr.
Ein Lancastervélin í síðasta hóp
Gibsons fór aðeins út af réttri leið.
Hún sást ekki aftur, og hefur vafa-
laust verið skotin niður af annarri
sprengjuflugvél, eða loftvarnar-
byssum.
Þá voru aðeins 14 vélar eftir. Gib-
son og forystuvélar hans flugu yfir
þýzku landamærin. Ekkert ljós sást,
né nokkur hreyfing, allt var hulið
myrkri og eina hljóðið var vélar-
hljóðið. Eldkúlnahríð kom frá
fljótapramma á Rín. Skömmu
seinna byrjuðu fleiri byssur og loft-
ið fylltist af kúlnahríð. Allar byss-
ur voru í gangi, og flugvélarnar
skulfu. Allt í einu kviknaði á stór-
um ljóskastara og lýsti hann upp
vél Gibsons. Eldkúlnahríð frá vél-
inni slökkti brátt á kastaranum, og
er þeir flugu yfir glæðurnar, sáu
þeir að skytturnar hlupu í allar
áttir.
Gibson gaf hreyflunum inn eins
og hægt var og beygði til norðurs
í kringum Hamm. Þennan síðasta
spöl flugu þeir mjög lágt. Nú lýsti
máninn þeim og þeir sáu hæðirnar
umhverfis Möhn stífluvatnið og
spegilsléttan vatnsflötinn.
Þetta var alveg eins og að horfa
á eftirlíkinguna, sami vatnsflötur-
inn, hinir dökku akrar umhverfis
innrennslið í vatnið og lági virkis-
veggurinn með turnunum. f hálf-
rökkrinu leit stíflan út eins og orr-
ustuskip, aðeins betur varin.
Sprengjumiðari Martins sagði:
„Drottinn minn, eigum við að
sprengja þetta“?
ÁRÁS!
Skyndilega kviknaði líf í kring-
um Möhn, eldkúlnahríðin þeyttist
upp í loftið þegar Þjóðverjarnir
skutu beint í allar áttir. Lancaster-
vélarnar flugu í stórum hringjum í
kring um vatnið og héldu sig fyrir
utan kúlnahríðina. Þarna voru um
tíu byssur, sumar á ökrunum í ná-
grenninu, aðrar í turnunum.
Gibson mælti við áhöfn sína:
„Jæja, það er víst ekki til setunnar
boðið“. Hann kveikti á sendirofan-
um. „Halló allar flugvélar, við hefj-
um árásina núna. Verið tilbúnir að
koma þegar ég kalla á ykkur. Halló
,,Mother“, þið takið við, ef eitthvað
skeður“. „Allt í lagi foringi, gangi
ykkur vel“, hljómaði róleg rödd
Hopgoods.
Gibson flaug í stóran sveig að
austurenda vatnsins. Hann sagði
snögglega: „Sprengjan tilbúin'.
Spafford kveikti á snúningsvélinni,
og sprengjan snerist hraðar og hrað-
ar unz hún náði 500 snúningum á
mínútu. Þeir flugu frá hæðunum og
yfir vatnið að virkisveggnum í 60
feta hæð. Gibson hreytti út úr sér
fyrirskipunum:
„Gætið að hæðinni, Hver er hrað-
inn? Skytturnar tilbúnar". Siglinga-
fræðingurinn kveikti á búkljósun-
um, glápti niður í vatnið og tautaði:
Neðar, neðar, neðar . . . , aðeins
upp . . . ., kyrr . . . ., rólega, haltu
henni“. Ljóskúlurnar snertu hvor
aðra. Eldkúlnahríðin frá stíflu-
veggnum virtist stefna beint í
stjórnklefann þegar flugvélin nálg-
aðist. Gibson hélt hæðinni. Spaf-
ford hélt krossviðarþríhyrningnum
þétt við augað, turnarnir nálguðust