Úrval - 01.07.1968, Síða 124
122
ÚRVAL
ar hægri væng hans, ein sprakk í
ytri bensíntankinum, en hann var
tómur. Vatnið ólgaði aftur og súl-
an reis í 1000 feta hæð. Meira vatn
ruddist yfir virkisvegginn, en öld-
urnar lægði og stíflan var enn kyrr
á sínum stað.
Þá heyrðist í Dinghy Young í há-
talarakerfinu: ,,Hér kemur „Apple“
með sinn skammt“, Um leið kom
Young brunandi yfir vatnsflötinn,
Gibson og Martin í för með honum
og fyrir ofan hann. Loftvarnaskytt-
urnar vissu ekki hvern þeirra þær
áttu helzt að skjóta á. Young fór
yfir stífluna. Gífurleg sprenging
varð á réttum stað við stífluvegg-
inn, en allt kom fyrir ekki, stíflan
stóð sem föstust.
Næst kallaði Gibson á David
Maltby í „Johnny“ og skipaði hon-
um að reyna. Um leið og Maltby
fór yfir vatnið kveiktu Gibson og
Martin, sem fylgdu honum, á sigl-
ingaljósum sínum til að villa um
fyrir Þjóðverjum. Sprengja Malt-
bys féll á réttan stað.
Enn einu sinni þvrlaðist vatnið
upp og ólgaði. Úðinn frá sprengj-
unum huldi dalinn, svo erfitt var
að sjá hvað hafði gerzt. Gibson kall-
aði á Shannon og sagði honum að
fara næst, en varla hafði hann
sleppt orðinu, þegar æst rödd heyrð-
ist í hátalarakerfinu:
„Hún sprakk, hún sprakk, sjáið
þið bara“!
Þegar hann flaug fyrir framan
stífluna hafði Martin séð er vegg-
urinn brast undan vatnsþunganum.
Gibson flaug nær, hann varð orð-
laus af undrun. .
Vatnið fossaði út um sprungu,
sem var 100 fet á breidd og 100 fet
á lengd, og ólgandi straumurinn
fyllti dalinn. Gibson kallaði til
Shannons: „Þú þarft ekki að fara“.
Hinir flugu yfir staðinn og í fyrstu
horfðu þeir steinþegjandi á 25 feta
háan vatnsvegginn fossa og ólga
niður dalinn. Síðan heyrðist mikill
kjaftagangur í hátalarakerfinu. Eini
maðurinn, sem ekki gaf sér tíma
til að líta út, var loftskeytamaður
Gibsons, sem var önnum kafinn við
að senda Morsefréttir til flugum-
sjónarherbergis fimmtu herdeildar-
innar.
Brátt huldi úðinn allann dalinn.
Gibson kallaði á Martin og Maltby
og sagði þeim að snúa aftur heim.
Hann sagði Young og Shannon á-
samt Henry Maudslay og Les
Knight að koma með sér austur að
Eder. Young átti að taka við stjórn-
inni, ef Gibson yrði skotinn niður.
„HÚN ER HRUNIN“!
í flugumsjónarherberginu í Grant-
ham hringdi síminn og í þeirri þögn
sem fylgdi heyrðu þeir allir hvern-
ig Morsið brakaði í símtólinu. Það
kom frekag' rólega og Cochrane,
sem beygði sig yfir merkjaforingj-
ann gat lesið það. „Dottin hjá „Ge-
orge“, sagði hann. — Þetta lykilorð
þýddi, að Gibson hafði látið sprengj-
una fara og að hún hafði sprungið
í vatninu. Síðan kom löng þögn.
Ekkert heyrðist þegar Hopgood
hrapaði. Síminn hringdi aftur:
„Dottin hjá „Popsy“ og einnig hjá
„Apple“. Wallis sór að hálftími hefði
liðið milli sendinganna, en leiðar-
bókin sýnir, að aðeins liðu fimm