Úrval - 01.07.1968, Síða 125
STÍFLUBRJÓTARNIR
123
mínútur. „Dottin hjá ,,Johnny“, en
það var vél Maltbys.
Síminn hi’ingdi aftur og skila-
boðin komu frá ,,George“. í þetta
sinn var svo mikill hraði á Mors-
inu að hinir gátu ekki lesið það.
Merkjaforinginn skrifaði það nið-
ur, staf fyrir staf og hrópaði, þeg-
ar hann sá hvað hann hafði skrif-
að: „Nigger! Nigger! — hún er
hruninn“!
Cochrane tók í hönd Wallis og
óskaði honum til hamingju. Harris
brosti nú í fyrsta sinn, síðan að
Wallis hitti hann, og sagði: „Þetta
verð ég að segja Portal“.
Sir Charles Portal, yfirforingi
Konunglega Bi’ezka Flughersins var
i Washington í stjórnarerindum og
þessa stundina sat hann að snæð-
ingi með Roosevelt forseta. Harris
tók upp símann og sagði: „Gefið
mér samband við Hvíta húsið“.
Símadaman á skiptiborðinu vissi
ekkert um þessa leyndardómsfullu
árás, né vissi hún við hvern hún
talaði. Hún sagði því ósjálfrátt:
„Sjálfsagt herra“, og hringdi í veit-
ingastaðinn Hvíta húsið, sem var
rétt hjá Grantham. Ekki batnaði á-
standið við það, að veitingamaður-
inn var sárreiður yfir því að vera
rifinn upp úr rúmi sínu um há-
nótt til þess að einhver óbreyttur
hermaður Harris gæti talað viið
einhvern Portal, sem þar að auki
væri alls ekki á staðnum. Hávær
orðaskipti áttu sér stað, unz ein-
hver hafði rænu á því að tala við
vesalings símadömuna, sem næsta
klukkutímann sat kófsveitt við að
reyna að ná sambandi við Wash-
ington, en án árangurs.
í um tveggja mílna fjarlægð frá
Möhn stíflunni var hið sofandi þorp
Himmelpforten, sem þýðir Himna-
hliðin, Presturinn, séra Berkenkopf,
hafði vaknað við fyrstu sprenging-
ax-nar, og hann gat sér samstundis
til um hvað væri að gerast, hann
hafði leng'i óttast þetta. Hann hljóp
út í litlu steinkirkjuna sína, sem
hét Porta Coeli, en það þýðir einn-
ig himnahliðin, og togaði án afláts
í klukkustrengina, en hann hafði
ákveðið slíkt hættumerki við sveit-
unga sína. Hann var enn að toga i
strenginn, þegar vatnsflaumurinn
svipti burt kii’kjunni og þorpinu.
Vatnsflóðið barst langar leiðir og
svipti með sér fleiri þorpum, og
öllu lifandi og dauðu, sem fyrir-
fannst á leiðinni.
Joe McCarthy var sá eini, sem
eftir var í öðrum hópnum. Hann
brauzt áfram einn síns liðs að Sorpe.
Brattar hæðir eru sitt hvorum meg-
in við vatnið, en það þýddi, að
hann varð að lækka flugið snögg-
lega, finna réttan stað fyrir sprengj-
una á örskömmum tíma og að lok-
um að snögghækka flugið. Úði
huldi stífluna og í þriðju tilraun
sinni hafði hann næstum lent í vatn-
inu áður en hann gat rétt flugvél-
ina af. Sprengjumiðarinn kallaði:
„Sprengjan farin“, og þeir voru
að klífa yfir hæðina þegar sprengj-
an sprakk við stífluvegginn. Efsti
hluti veggjarins var eyðilagður á
50 metra kafla.
Hann sneri til baka til Englands.
Joe Brown úr varaliðinu, í flug-
vél sinni „Freddy“, kom að Sorpe
eftir að McCarthy var farinn. Úð-