Úrval - 01.07.1968, Side 127

Úrval - 01.07.1968, Side 127
STÍFLUBRJÓTARNIR 125 ur og var með síðustu sprengjuna. Hann reyndi einu sinni, en mis- tókst. Hann reyndi aftur og í þetta sinn var aðflugið hárrétt útreikn- að. Aftur sást hin stóra vatnssúla þegar sprengja hans féll. Þegar Gib- son hallaði sér áfram til þess að sjá betur, sá hann stífluvegginn bresta. Vatnsflaumurinn steyptist út. Aldrei hafði Knight verið svona æstur áður, hann hrópaði og kall- aði í hátalarakerfið. Þetta var miklu tilkomumeiri sjón en þegar Möhn stíflan brast, því Eder dalurinn var miklu brattari. Flugmennirnir, sem hringsóluðu yfir dalnum, sáu hvern- ig flaumurinn rann eftir dalnum líkt og ormur. Vatnshraðinn hlýtur að hafa verið um 30 fet á sekúndu. Þeir sáu hvernig bíll einn ók á ofsahraða til þess að reyna að kom- ast undan, þeir sáu aðeins bílljósin eins og tvö hrædd augu í myrkr- inu, en bíllinn komst ekki nógu hratt. Vatnsflaumurinn steyptist yf- ir hann, ljósin urðu glitrandi græn en síðan hvarf allt. Gibson kallaði: „Til allra flug- véla: Þið hafið séð nóg, við skul- um fljúga heim“. Á einhvern undarlegan hátt sluppu þeir allir framhjá loftvarn- arbyssunum á heimleiðinni og þar voru þeir heppnir, því dögun var ekki langt undan. Himinninn var þegar tekinn að roðna í austri. Til þess að losna við óvinaflugvélar flaug Gibson vél sinni svo lágt yfir ökrunum, að kýrnar hlupu í allar áttir skelfingu lostnar. Þegar hann kom yfir Holland kallaði hann á Dinghy Young. En hann fékk ekkert svar, loftvarnar- byssurnar höfðu hæft vél Youngs um leið og hún fór yfir ströndina. Vélin hrapaði með hann, í þetta sinn hafði hann engan björgunar- bát. UPPGJÖR Ellefu af hinum nítján flugvélum, sem fóru af stað, voru nú á heim- leið eins hratt og þær komust, — mennirnir höfðu engar áhyggjur af bensínbirgðum, þeir hlökkuðu að- eins til að komast heim. Harris ók Cochrane og Wallis til Scampton- flugvallar til að hitta þá, sem eftir voru. Meðan þeir biðu þar tókst Harris loksins að komast í samband við Portal í Washington, og sagði honum fréttirnar. Maltby kom fyrstur til baka í dögun og sá að allir höfðu beðið þeirra á vellinum síðan kvöldið áð- ur. Vélarnar lentu ein af annarri. Gibson hrópaði: „Þetta voru eins og sjónhverfingar." Þeir fengu sér ærlegan morgun- verð og stóðu síðan við barinn með bjórkrúsir í hendi. Klukku- tíma seinna eftir að síðasta vélin lenti spurði Wallis áhyggjufullur: „Hvar eru þeir? Hvar eru allir hin- ir?“ Mutt Summers róaði hann: „Þeir koma bráðum, þeir hafa kannski lent einhvers staðar annars stað- ar.“ En innan tíðar var ekki hægt að látast lengur, og Wallis vissi að þeir voru að drekkja sorgum sínum. Nema hann, hann drakk ekki. Mart- in lét hann fá hálfpotts krús, en hann hélt bara á henni, reyndi að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.