Úrval - 01.07.1968, Page 127
STÍFLUBRJÓTARNIR
125
ur og var með síðustu sprengjuna.
Hann reyndi einu sinni, en mis-
tókst. Hann reyndi aftur og í þetta
sinn var aðflugið hárrétt útreikn-
að. Aftur sást hin stóra vatnssúla
þegar sprengja hans féll. Þegar Gib-
son hallaði sér áfram til þess að
sjá betur, sá hann stífluvegginn
bresta. Vatnsflaumurinn steyptist
út.
Aldrei hafði Knight verið svona
æstur áður, hann hrópaði og kall-
aði í hátalarakerfið. Þetta var miklu
tilkomumeiri sjón en þegar Möhn
stíflan brast, því Eder dalurinn var
miklu brattari. Flugmennirnir, sem
hringsóluðu yfir dalnum, sáu hvern-
ig flaumurinn rann eftir dalnum
líkt og ormur. Vatnshraðinn hlýtur
að hafa verið um 30 fet á sekúndu.
Þeir sáu hvernig bíll einn ók á
ofsahraða til þess að reyna að kom-
ast undan, þeir sáu aðeins bílljósin
eins og tvö hrædd augu í myrkr-
inu, en bíllinn komst ekki nógu
hratt. Vatnsflaumurinn steyptist yf-
ir hann, ljósin urðu glitrandi græn
en síðan hvarf allt.
Gibson kallaði: „Til allra flug-
véla: Þið hafið séð nóg, við skul-
um fljúga heim“.
Á einhvern undarlegan hátt
sluppu þeir allir framhjá loftvarn-
arbyssunum á heimleiðinni og þar
voru þeir heppnir, því dögun var
ekki langt undan. Himinninn var
þegar tekinn að roðna í austri. Til
þess að losna við óvinaflugvélar
flaug Gibson vél sinni svo lágt yfir
ökrunum, að kýrnar hlupu í allar
áttir skelfingu lostnar.
Þegar hann kom yfir Holland
kallaði hann á Dinghy Young. En
hann fékk ekkert svar, loftvarnar-
byssurnar höfðu hæft vél Youngs
um leið og hún fór yfir ströndina.
Vélin hrapaði með hann, í þetta
sinn hafði hann engan björgunar-
bát.
UPPGJÖR
Ellefu af hinum nítján flugvélum,
sem fóru af stað, voru nú á heim-
leið eins hratt og þær komust, —
mennirnir höfðu engar áhyggjur af
bensínbirgðum, þeir hlökkuðu að-
eins til að komast heim. Harris ók
Cochrane og Wallis til Scampton-
flugvallar til að hitta þá, sem eftir
voru. Meðan þeir biðu þar tókst
Harris loksins að komast í samband
við Portal í Washington, og sagði
honum fréttirnar.
Maltby kom fyrstur til baka í
dögun og sá að allir höfðu beðið
þeirra á vellinum síðan kvöldið áð-
ur. Vélarnar lentu ein af annarri.
Gibson hrópaði: „Þetta voru eins og
sjónhverfingar."
Þeir fengu sér ærlegan morgun-
verð og stóðu síðan við barinn
með bjórkrúsir í hendi. Klukku-
tíma seinna eftir að síðasta vélin
lenti spurði Wallis áhyggjufullur:
„Hvar eru þeir? Hvar eru allir hin-
ir?“
Mutt Summers róaði hann: „Þeir
koma bráðum, þeir hafa kannski
lent einhvers staðar annars stað-
ar.“
En innan tíðar var ekki hægt að
látast lengur, og Wallis vissi að þeir
voru að drekkja sorgum sínum.
Nema hann, hann drakk ekki. Mart-
in lét hann fá hálfpotts krús, en
hann hélt bara á henni, reyndi að