Úrval - 01.07.1968, Side 128
126
ÚRVAL
halda tárunum í skefjum og sagði:
„Hefði mig grunað þclla hefði ég
aldrei byrjað á þessu. . .
Hið háværa lífsviðhorf flugmann-
anna náði yfirhöndinni. Einhver
kom með þá uppástungu að kven-
fólkið vantaði. Þeir réðust því inn
í svefnskála kvenforingjanna og
heimtuðu að þær kæmu. Ein þeirra
dró rúmfötin upp yfir haus, mót-
mælti þessari innrás, og sagðist
aldrei fara í partý fyrir morgun-
verð. Þeir sinntu þessu ekki, gripu
rúm hennar og rugguðu henni fram
og til baka unz hún gafst upp og
bað þá að hypja sig út meðan hún
klæddi sig.
Gibson fór snemma úr veizlunni,
ekki til þess að hvíla sig, heldur
til þess að hjálpa Powell yfirfor-
ingja að senda samúðarskeyti til
ættingja hinna föllnu, Aðeins þrír
menn björguðust í fallhlíf, og voru
í fangabúðum það sem eftir var
stríðsins.
Daginn eftir fór herdeildin í frí,
starfsmennirnir á jörðu niðri fengu
þriggja daga frí, en þeir flugmenn
sem komu til baka fengu viku frí.
Gibson varð eftir í búðunum, hann
eyddi næstu tveimur dögum í að
skrifa mæðrum hinna föllnu, því
hann vildi heldur skrifa hin 56 bréf
sjálfur, en senda út hið vanalega
fjölritaða bréf.
Njósnaflugvélin sneri aftur með
fyrstu myndirnar af tjóninu, og það
var gífurlegt. Stífluvötnin við Möhn
og Eder höfðu tæmzt, 330 milljón-
ir tonna af vatni flæddu yfir dali
vesturhluta Ruhr héraðs.
Áður höfðu orðið miklir skaðar
af eldsvoðum í Ruhr, en nú flæddi
vatnið yfir allt. í 50 mílna fjar-
lægð frá Möhn og Eder fylltust
kolanámur af vatni og verksmiðjur
eyðilögðust. Einn af stærstu flug-
völlum Hitlers við Fritzlar lá und-
ir vatni. Vegir, brýr og járnbrauta-
teinar voru horfnir. Unterneustadt,
sem var iðnaðarúthverfi frá Kassel
og í 40 mílna fjarlægð frá Eder,
hvarf bókstaflega í vatnselginn.
skipaskurðirnir og raforkuverin
voru horfin og málmsteypurnar í
Ruhr gátu ekki framleitt stál vegna
vatnsskorts. Þjóðverjar sögðu í
hinni opinberu skýrslu, sem var
gefin út um árás þessa, að eyði-
leggingin hefði samsvarað vinnu
100.000 manna í nokkra mánuði.
Það skyggði á sigurgleðina þegar
þeir fengu að vita að nær 1300
óbreyttir borgarar höfðu týnt lífi í
flóðunum. Rússneskar stríðsfanga-
búðir voru í dalnum neðan við Ed-
er stífluna.
Þjóðverjar gerðu við stíflurnar og
hundruð hermanna með loftvarna-
byssur voru sendir til þess að
verja allar stíflur Þýzkalands. Hátt
yfir Möhn vatnið var strengdur vír
í 2000 metra fjarlægð frá stíflu-
veggnum, við þennan vír voru fest-
ar sprengjur, sem myndu granda
hverri þeirri flugvél, sem kæmi þar
of nærri.
Dillgardt yfirborgarstjóri fékk
sína hefnd, en það var um seinan.
FRÆGIR KAPPAR
Gibson eyddi fríi sínu í ró og
næði með Evu konu sinni. Þann
tíma, sem hann var í herdeild 617,
sagði hann Evu að hann væri að
hvíla sig í æfingarskóla. Þess vegna