Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 128

Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 128
126 ÚRVAL halda tárunum í skefjum og sagði: „Hefði mig grunað þclla hefði ég aldrei byrjað á þessu. . . Hið háværa lífsviðhorf flugmann- anna náði yfirhöndinni. Einhver kom með þá uppástungu að kven- fólkið vantaði. Þeir réðust því inn í svefnskála kvenforingjanna og heimtuðu að þær kæmu. Ein þeirra dró rúmfötin upp yfir haus, mót- mælti þessari innrás, og sagðist aldrei fara í partý fyrir morgun- verð. Þeir sinntu þessu ekki, gripu rúm hennar og rugguðu henni fram og til baka unz hún gafst upp og bað þá að hypja sig út meðan hún klæddi sig. Gibson fór snemma úr veizlunni, ekki til þess að hvíla sig, heldur til þess að hjálpa Powell yfirfor- ingja að senda samúðarskeyti til ættingja hinna föllnu, Aðeins þrír menn björguðust í fallhlíf, og voru í fangabúðum það sem eftir var stríðsins. Daginn eftir fór herdeildin í frí, starfsmennirnir á jörðu niðri fengu þriggja daga frí, en þeir flugmenn sem komu til baka fengu viku frí. Gibson varð eftir í búðunum, hann eyddi næstu tveimur dögum í að skrifa mæðrum hinna föllnu, því hann vildi heldur skrifa hin 56 bréf sjálfur, en senda út hið vanalega fjölritaða bréf. Njósnaflugvélin sneri aftur með fyrstu myndirnar af tjóninu, og það var gífurlegt. Stífluvötnin við Möhn og Eder höfðu tæmzt, 330 milljón- ir tonna af vatni flæddu yfir dali vesturhluta Ruhr héraðs. Áður höfðu orðið miklir skaðar af eldsvoðum í Ruhr, en nú flæddi vatnið yfir allt. í 50 mílna fjar- lægð frá Möhn og Eder fylltust kolanámur af vatni og verksmiðjur eyðilögðust. Einn af stærstu flug- völlum Hitlers við Fritzlar lá und- ir vatni. Vegir, brýr og járnbrauta- teinar voru horfnir. Unterneustadt, sem var iðnaðarúthverfi frá Kassel og í 40 mílna fjarlægð frá Eder, hvarf bókstaflega í vatnselginn. skipaskurðirnir og raforkuverin voru horfin og málmsteypurnar í Ruhr gátu ekki framleitt stál vegna vatnsskorts. Þjóðverjar sögðu í hinni opinberu skýrslu, sem var gefin út um árás þessa, að eyði- leggingin hefði samsvarað vinnu 100.000 manna í nokkra mánuði. Það skyggði á sigurgleðina þegar þeir fengu að vita að nær 1300 óbreyttir borgarar höfðu týnt lífi í flóðunum. Rússneskar stríðsfanga- búðir voru í dalnum neðan við Ed- er stífluna. Þjóðverjar gerðu við stíflurnar og hundruð hermanna með loftvarna- byssur voru sendir til þess að verja allar stíflur Þýzkalands. Hátt yfir Möhn vatnið var strengdur vír í 2000 metra fjarlægð frá stíflu- veggnum, við þennan vír voru fest- ar sprengjur, sem myndu granda hverri þeirri flugvél, sem kæmi þar of nærri. Dillgardt yfirborgarstjóri fékk sína hefnd, en það var um seinan. FRÆGIR KAPPAR Gibson eyddi fríi sínu í ró og næði með Evu konu sinni. Þann tíma, sem hann var í herdeild 617, sagði hann Evu að hann væri að hvíla sig í æfingarskóla. Þess vegna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.