Úrval - 01.09.1974, Side 11
ÉG ER TUNGA JÓNS
9
þannig eru blæbrigði bragðs einnig
óteljandi eða svo þúsundum skipt-
ir.
En rannsakendurnir höfðu rangt
fyrir sér. Bragðlaukar eru ekki
bundnir mér einni heldur dreifðir
um munnhol Jóns. Frumbragðlauk
ar í beisku og súru eru nálægt
jöðrum gómsins við munnþekjuna.
Ef Jón léti tannkrem þekja góm-
inn, mundi hann finna bragðið
truflast eða hverfa. Appelsínubúð-
ingur yrði naumast sætur, og te
eða kaffi mundi varla verða ilm-
andi, gott og hressandi.
Flestir bragðlaukar í sætu og
súru eru á tungunni, en samt eru
nokkrir annars staðar, sérstaklega
ofan til í kverkunum.
Fæðan verður að verða fljótandi,
til þess að finna megi eðlilegt bragð.
Þetta er auðvelt að finna með rjóma
ís. Hann er bragðlaus, þangað til
hann bráðnar. En sé hann orðinn
fljótandi, fellur hann að móttökur-
um bragðlaukanna. Á augabragði
berast rafefnaboð eins og straumur
með höfuðtaugum smekksins til
heilans. Samt eru önnur tæki, sem
tilheyra súru, beisku og söltu.
Eins og litir eru blandaðir á
plötu, blandast boðin á leiðinni, og
heilinn kveður upp sinn hæstaréttar
dóm: „ísinn er ágætur“.
Einu sinni var álitið, að öll fæða
bragðaðist öllum eins. Þetta er nú
skritið, þegar betur er athugað —
allir vita að heyrn og sjón er afar
mismunandi. Nú er þá einnig við-
urkennt, hve margs konar mismun
bragð getur haft. Sumum kann að
finnast spínat mesta sælgæti. Öðr-
um finnst það ógeðslegt. Svipað er
að segja um aðrar fæðutegundir.
Nokkur hrein efnasambönd virðast
valda mismunandi viðbrögðum í
bragðskynjun.
Sódaduft verður sumum sætt,
öðrum beiskt, salt eða bragðlaust.
Það er þess vegna úmögulegt að
fullyrða hvað öðrum finnst um ost-
inn, sem þér finnst beztur. Tilgát-
ur eru um það, að bragð fylgi
ákveðnum erfðum og venjum.
Samt hafa tungur mjög mismun-
andi bragðhæfni og aðlögun. Jóni
finnst nú ýmislegt ágætt, sem hann
gat ekki þolað í fyrstu. Fá börn
vilja áfir. En fullorðnum finnst þær
frekar ágætar. Það tók mig langan
tíma að venjast kryddi og sterkum
osti. Nú finnst mér hvort tveggja
frábært á bragðið. Og læri ég eitt-
hvert bragð, þá gleymist það al-
drei. Það er sérstætt með bragð-
skynjun. Ég held mér líka ágæt-
lega með aldrinum.
Heyrn og sjón dvína, en bragð-
skynjan Jóns breytist lítið, bauna-
súpa bragðast honum á sama hátt
á níræðisafmælinu, eins og þegar
hann var tíu ára.
Eins og ég ymti að í byrjun, próf
ar Jón mig við og við. Hann telur
húð á tungunni stafa af slæmri
meltingu eða harðlífi. En svo þarf
ekki að vera. Margt fólk með hægða
tregðu og slæma meltingu hefur al-
veg hreina tungu, og tungan í mörg
um, sem aldrei fá meltingartrufl-
anir og harðlífi, getur haft græn-
hvíta skán.
Skánin er sem sé að mestu leyti
fæðuleifar og gamlar, dauðar frum
ur, sem hefur dagað uppi á yfir-
borði mínu, hafa borað sér inn í