Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
Haröi
gómurinn
Kok
totur
Bragðhola
Bragðfruma
Vélinda
Bragðtaug
Barki
Tunga
Turiguhaft
Tungur
Barkalok
bragSlauka og orðið vermireitur
fyrir alls konar „gróður“. Og allt
slíkt er hægt að skafa brott. Þeim,
sem anda gegnum munninn, er
einkum hætt við þess konar.
Samt hefur nú tungan verið
nefnd „spegill sjúkdómanna" og
talin gefa tákn um hitt og þetta. í
andarteppu er ég oft rauð, þrútin
og mjúk. f gulu er ég gulleit. Sér-
stakir sveppir gera mig svarta.
Einn minn óskemmtilegasti kvilli
er bragðtruflun. Bragðið afskræm-
ist. Sykur verður óþekkjanlegur,
kjöt verður viðbjóðs'legt. Kandís
verður saltur, fiskur sætur. Þessi
almenni og nú viðurkenndi kvilli
virðist stafa af zinkskorti í líkam-
anum. Annað hvort er bein vöntun
á zinki, það meltist ekki inn í blóð-
ið á eðlilegan hátt eða eyðist af
einhverjum sjúkleika. Sé zinkmagn
aukið, lagast bragðið af sjálfu sér.
Annar sjúkleiki minn er bragðleysi.
Þá dregur úr öllu bragði, sem ég
ætti að njóta úr fæðu eða. drykk.
Flestar fæðutegundir verða gjör-
samlega bragðlausar, kjöt verður
eins og togleður og appelsínudrykk
ur eins og kvoða. Til að bæta úr
þessu mokar Jón sem mestu af
sykri í morgunkaffið sitt eða hafra
grautinn, en það hefur lítið að segja.
Orsakanna er að leita í margvísleg-
um atriðum, sem breyta útliti og
starfsemi bragðlaukanna. í verstu
tilfellum hverfur bragðskynjunin
alveg. Auðvitað er þetta dapurlegt.
Og þá komast þeir, sem reyna slíkt,
að þeirri niðurstöðu, að bragðið er