Úrval - 01.09.1974, Síða 20

Úrval - 01.09.1974, Síða 20
18 ÚRVAL Myrkrið var að skella á og loftið mettaðist af reyk frá ósandi olíu- lömpum og brennandi rusli. Úr einu tjaldinu hljómaði reiði- leg kvenrödd. ,,Þú ætlar þó ekki í svefnpokann með þessar skítugu lappir?" Svefndrukkin barnsrödd svaraði: „Hvernig kemst ég ofan í pokann án þeirra, mamma?“ Maður, sem var á leið til litla hússins með hjartanu á hurðinni, hrasaði í flýtinum um tjaldstag. í næstu tjöldum hækkuðu mæðurn- ar raddirnar til að yfirgnæfa kjarn miklar lýsingar hans á tjaldbúða- lífi. Kyrrð færðist yfir, en stóð skamma stund eða þar til lítil stúlka steig á slímugan frosk, sem bræður hennar höfðu laumað ofan í svefnpokann hennar. Svo færðist aftur kyrrð yfir tjaldbúðirnar. Svartþröstur fann hjá sér köllun til að hefja kvöld- sönginn sinn, sem hljómaði eitt- hvað á þessa leið: „Hver eruð þið? Hver eruð þið? Hver eruð þið?“ Gegnum tjaldvegg svaraði þreytt karlmannsrödd. „Hver við erum? Hópur af fíflum — það er allt og sumt.“ En stundu síðar, þegar hann sat við varðeldinn með konunni sinni og nokkrum öðrum tjaldbúum, meðan börnin sváfu vært og dreymdi um allt það skemmtilega, sem gerast myndi á morgun, skipti hann um skoðun. Og næstu spurn- ingu svartþrastarins svaraði hann þannig: „Við erum tjaldbúar, sem njóta lífsins, það er allt og sumt.“ ☆ Ég hef fengið stórkostlega hugmynd. Ég ætla að stofna katta- bú með 100.000 köttum. Hver köttur eignast að meðaltali 12 kett- linga á ári. Kattaskinn seljasi fyrir einn dollar stykkið. Hundrað manns geta flegið 5000 ketti á dag, svo umsetningin á dag verður um 5 þús. dollarar. En hvað fá nú kettirnir að éta? Ég stofna rottu- bú við hliðina með milljón rottum, en rotturnar fjölga sér tólf sinnum hraðar en kettirnir. Svo kettirnir geta fengið fjórar rottur á dag hver að meðaltali. En með hverju á þá að fóðra rotturnar? Ég gef þeim auðvitað kattahræin, þegar búið er að flá þau. Sjáið þið ekki, hvað þetta er snjallt? Ég fóðra kettina með rottum og rotturnar með köttum og fæ, sem sagt, kattaskinnin alveg ókeypis! C.B.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.