Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 24

Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 24
22 URVAL kominn að manninum, sem sat við gluggann mín megin. Ég byrjaði að æfa mig á því, sem ég átti að svara: ,,Ég er listmálari. Ég er fæddur í Austurríki — í Graz, ég heiti . . . ég heiti . . Svitinn spratt fram á enni mér og hálsinn herptist saman Það hlaut að hafa verið spennan og þrúgandi óvissan, sem höfðu lokað fyrir ofurlítið horn af heila mínum — ég mundi allt um mann- inn, sem ég átti að látast vera, nema hvað hann hét. Eins og í gegnum þoku heyrði ég spunastuttar raddir eftirlits- mannsins og túlksins, þegar þeir byrjuðu að yfirheyra konuna, sem sat við hliðina á mér. „Ó, guð, láttu mig nú muna nafnið mitt,“ bað ég. ,,Ég er list- málari, ég er fæddur í Graz, ég heiti . . .“ Það hjálpaði ekki, nafn- ið kom ekki fram. f þessu heyrði ég að dyrnar inn í næsta klefa voru opnaðar, ég heyrði raddir frammi á hliðargang- inum og svo stakk rússneskur liðs- foringi höfðinu inn í klefann til okkar. „Wer: spielt Schach?“ spurði hann hörkulega á vondri þýzku. „Hver kann að tefla?" , Eftirlitsliðsforinginn sneri sér við, reiður yfir þessari truflun, en hinn var hærra settur, svo hann borði ekkert að segja. Ég sat næstur dyrunum og ef til vill var það þess vegna, sem það var eins og næsta spurning hans væri ætluð mér sérstaklega. „Spielen Sie Schach?" spurði hann. Ég hafði ekki snert taflmann síð- astliðin tíu ár, en það varð að hafa það. Hér gat ég fengið þann frest, sem ég þurfti. Enginn annar í klef- anum sagði neitt. „Ja, ich spiele Schach,“ svaraði ég. Ofurstinn gaf mér merki um að fylgja sér. Inni í klefa Rússana sátu tveir aðrir yfirmenn og hershöfðingi, hlaðinn orðum og heiðursmerkjum, limaþung og feitlagin kempa, rúm- lega fimmtug. Það var greinilega hann, sem vildi fá að tefla, því hann vottaði þeim, sem hafði sótt mig, þakklæti sitt, og benti mér á sætið gegnt sér. Við hliðina á stólnum mínum var hrúga af smurðu brauði og askja með súkkulaði og á litla borðinu við gluggann var allt flóandi í glösum og flöskum: Vodka, ung- verskt koníak og létt vín. Hers- höfðinginn virti mig fyrir sér, benti svo á matinn og drykkjarföngin: „Gerðu svo vel,“ þrumaði hann. Ég var óþægilega spenntur með- an ég borðaði. Hvenær, sem var, gat Rússunum dottið í hug að spyrja um nafn mitt, eða sem verra var, eft.irlitsliðsforinginn gat komið inn Þegar lestin lagði af stað á ný dró hershöfðinginn fram taflborð- ið og byrjaði að raða upp. „Guð hjálpi mér,“ hugsaði ég. ..Það er líf mitt sem er í veði. Ég skal og ég verð að standa mig, og samt má ég ekki leyfa mér að vinna.“ Ég hafði aldrei hitt Rússa, sem þoldi að tapa. Og ég hafði heldur aldrei þekkt skákmann, sem nennti að tefla lengi, ef mótstöðu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.