Úrval - 01.09.1974, Side 26

Úrval - 01.09.1974, Side 26
24 ÚRVAL með sjálfum mér, en ég fann alls ekki nafnið. Meðan hermaðurinn talaði, varð hershöfðinginn sífellt rjóðari og rjóðari. Ég hafði ekki hugmynd um, hvað hermaðurinn var að segja honum, en ég hef aldrei séð mann verða eins reiðan og hers- höfðingjann. Hann starði á mig með augum sem voru að springa út úr tóftunum, svo tók hann tafl- borðið og lét það varlega upp á litla borðið við gluggann, áður en hann reis á fætur. „Þá er ég búinn að vera,“ hugs- aði ég. „Og ég, sem var að því kominn að . . .“ Hershöfðinginn lagði handlegg- inn þvert yfir bringuna, eins og hann ætlaði að draga sverð úr slíðrum. í næstu andrá flaug hand leggurinn í boga upp á við, svo handarbakið small á munni her- mannsins. Maðurinn þeyttist aftur á bak út úr klefanum og lenti með brestum á veggnum andspænis dyr unum, frammi á ganginum. Hershöfðinginn sparkaði hurð- inni svo harkalega aftur, að ég hélt að rúðan í henni myndi brotna. Hann tautaði eitthvað fyrir munni sér, meðan hann settist, og hann var móður. Svo færði hann tafl borðið aftur á sinn stað og virti fyrir sér stöðuna. „Davai, Magyar!“ sagði hann. Mig langaði mest til að garga og góla af gleði. Enginn mundi voga að trufla okkur framar — það var ég viss um. Þegar lestin lagði enn á ný af stað, gagntók léttirinn mig og hin ógnþrungna spenna vék frá mér, svo mér varð á að brosa. Hershöfðinginn leit upp frá tafl- borðinu og brosti á móti. Hann sagði eitthvað við unga manninn, sem þýddi fyrir mig: „Hershöfð- inginn spyr, hvort þér getið hugs- að yður að tefla við hann einhvern tíma þegar þið eruð komnir til Vín- ar. Hvar getur hann hitt yðut'?“ Eins og ósjálfrátt nefndi ég eitt af þekktustu hótelum borgarinnar. „Og nafn yðar?“ spurði ungi of- urstinn. Nú, þegar hin þrúgandi, kvelj- andi skelfing var liðin hjá, hikaði ég aðeins eitt andartak. Ég skildi ekki, hvernig ég hafði nokkru sinni gleymt þessum tveimur einföldu orðum. Ég sagði hátt og skýrt: „Ég heiti Oscar Zinner." ☆ Eftir því, sem maður eldist, verður manni ljósara, að ekkert hefur breytzt. Það eru bara komnir nýir siðir. Noel Coward.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.