Úrval - 01.09.1974, Síða 27
25
ÚRVALSLJÓÐ
Brák
Eftir GUÐMUND ÞORSTEINSSON
FORMÁLI
Varla dylst það neinum, sem les
fornsögur okkar með nokkurn veg-
inn opnum huga, að svo er að sjá,
sem keltneska fólkið sé eins konar
huldufólk sögunnar Hversdagslega
getur hún þess að litlu eða engu
— nema þegar gjörast sérstakir
atburðir með þeim hætti, að óhjá-
kvæmilegt sé að geta þess. Á þetta
sérstaklega við um það fólk, sem
hertekið var til að kreppa í ánauð
eða keypt var í sama skyni — en
ætla má, að það hafi verið miklu
meiri hluti landnámsfólksins en
haldið hefur verið á lofti hingað
til.
En oft ber það við. þegar atvik-
in knýja til að geta þess, að það
er kynnt að sérstakri atgjörvi og
manndómi, þó til beggja vona
bregði, hvernig því er launað. Má
þar til nefna atgjörvis- og glæsi-
mennið Skíða, sem var lítils met-
inn, af því að hann var of góður
fyrir rangsleitna samtíð sína, Mel"
korku, sem var konungsdóttir á ír-
landi en ambátt á íslandi, o. fl.
slíkt fólk. Virðast þó litlar líkur
fyrir því, að hún hefði verið nefnd
á nafn, hefði hún ekki orðið móðir
glæsimennisins Ólafs pá og þar
með mikillar ættar. Margir þess-
ara ófrjálsu manna vöktu athygli
húsbænda sinna með þeim hætti,
að þeim var gefið frelsi, jafnvel
staðfesta, fyrir sérstakar dáðir eða
trúmennsku. Verður ekki séð á
því, sem þessa fólks er getið, að
það bæri merki ættgróins þræl-
dóms.
Illa mun ganga að synja fyrir,
þótt keltneska mannfólkið væri
margt, að ekki kunni að hafa
slæðzt eitthvað af norrænum upp-
runa með — en þess reisn virðist
þó ekki vera merii en svo, að enn
hljóðara er um það.
Hjörleifur flaskar á að hertaka
af græðgi svo marga íra, að þeir
ráða niðurlögum hans og þeirra
félaga, nema land í Vestmannaeyj-
um, lifa stutt, en lifa vel, þótt
hefndin vofi yfir þeim, með öðr-
um orðum: þeim er frelsið kærara