Úrval - 01.09.1974, Síða 28
26
ÚRVAL
en lífið. Þannig gátu ekki sýnt
frelsisþrá sína þeir, sem einangr-
aðir voru hver frá öðrum — en
furðu margir þeirra kynntu sig
þannig, að þeir fengu frelsi, áður
en langt leið — og runnu furðu
fljótt og friðsamlega saman við
norræna þjóðarbrotið, sem hingað
fluttist — þó það vantaði hvorki
stolt né stórþokkaskap.
Aldrei hef ég orðið var við, að
vísindamenn okkar tilgreindu neina
viðhlýtandi ástæðu fyrir því, eða
skýringu á, að hér skyldi þegar
með annarri eða þriðju kynslóð
myndast sérstök þjóð, með frá-
brugðnum einkennum hinni norsku,
m. a. að skáldskap og síðar að
bókviti, sem lítið bólaði á hjá Norð-
mönnum á sama tima.
Eru ekki furðu mörg hirðskáld-
in, sem þetta unga og örsmáa þjóð-
arbrot gat séð þjóðhöfðingjum álf-
unnar fyrir á söguöld?
Það skyldi þó aldrei vera, að þar
komi til bæði náin kynning og
blóðblöndun við frana?
Gefa blóðrannsóknir nokkra bend
ingu í þá átt?
Litlar líkur virðast benda til
þess, samkvæmt fyrr sögðu, að
Brák hefði verið nefnd á nafn, ef
annað víg Egils Skallagrímssonar
hefði ekki gjört það nær óhjá-
kvæmilegt, — en sannarlega eru
höfð um hana svo fá orð sem kom-
izt verður af með, fyrst hennar
var að nokkru getið. Skyldi það
hafa verið venjulegt á þeirri tíð,
að ambáttir hefðu ekki annað þarf-
ara að gjöra en að sækja leikmót?
Sagan er ekki fjölorðari um það
atriði en annað, sem viðvíkur Brák,
hvers vegna hún er Agli svo nær-
stödd, til að bjarga lífi hans á ör-
lagastund.
Frá því að ég komst til fullorð-
insára — og lengur þó, hefur Brák
mér hugstæð verið, og nú er hátt
á þriðja tug ára, síðan ég orti um
hana kvæði, sem næst 1020 ára
dánarafmæli þessarar göfugu am-
báttar, — sem tilviljun ein sýnist
vera, að ekki týndist gjörsamlega
án spora í hafi þagnar og gleymsku
eins og fjöldinn af hennar þjóð.
Sú reisn Brákar, sem hin fáorða
kynning á henni getur varla dul-
ið, virðist miklu líkari því, að hún
hafi verið vel ættuð og uppalin
heldur en að henni stæði þrælkað
fólk í marga ættliði. Einhverja
verðleika hlaut hún að hafa um-
fram umkomulausar ambáttir til
þess að vera trúað fyrir því að
fóstra yngri son stórbóndans á
Borg. Og einhvers staðar að varð
Egill að fá bragleikni sína, orð-
kyngi og rúnaþekkingu, langt um-
fram sína samtíðarmenn.
Sem kunnugt er, hafa lærdórns-
menn okkar unnið sér mjög létt að
afdæma elztu heimildir, — aðal-
lega með hyggjuviti sínu og hug-
myndum. Slík stórvirki vinna ekki
ómenntaðir menn. Í5g hugsa ekki
hærra en að reyna að fylla ofur-
lítið umhverfis nafn Brákar, - -
svipað eins og þegar mannfræð-
ingar reyna að fylla með gipsi eða
öðru slíku umhverfis forsöguleg
höfuðbein og geta sér til, hvernig
þau hafi litið út, þegar þau enn
báru andlit, en speglaði sál og til-
finningu.
Höfundur.